Handbolti

Mark á elleftu stundu hjá Tandra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tandri var hetja Ricoh í kvöld.
Tandri var hetja Ricoh í kvöld. mynd/heimasíða ricoh
Tandri Már Konráðsson tryggði Ricoh stig gegn Lugi í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Lugi var með pálmann í höndunum undir loki en Tandri var hetja Ricoh þegar hann jafnaði metin í 21-21 þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum.

Þetta var fjórða mark Tandra í leiknum en landi hans, Magnús Óli Magnússon, gerði eitt.

Ricoh er í 10. sæti deildarinnar með níu stig en þetta var fyrsta jafntefli liðsins á tímabilinu.

Örn Ingi Bjarkason skoraði eitt marka Hammarby sem tapaði með þriggja marka mun, 23-26, fyrir Ystads á heimavelli.

Þetta var annað tap Arnar Inga og félaga í síðustu þremur leikjum en liðið er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×