Handbolti

Frakkar og Pólverjar komnir áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandra Lacrabere skoraði sigurmark Frakka gegn Spánverjum úr vítakasti.
Alexandra Lacrabere skoraði sigurmark Frakka gegn Spánverjum úr vítakasti. vísir/getty
Frakkland og Pólland bættust í dag í hóp þeirra liða sem eru komin áfram í átta-liða úrslit á HM í handbolta í Danmörku.

Frakkar unnu eins marks sigur á Spánverjum, 21-22, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 12-9.

Gnosniane Niombla var markahæst í liði Frakka með átta mörk en Alexandra Lacrabere og Allison Pineau komu næstar með fimm mörk hvor. Lacrebere skoraði sigurmark Frakka úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út.

Nerea Pena skoraði mest fyrir Spán, eða sjö mörk.

Pólverjar unnu Ungverja, 24-23. Karolina Kudlacz-Gloc skoraði átta mörk fyrir Pólland en alls komust níu leikmenn liðsins á blað í leiknum.

Kudlacz-Gloc skoraði þrjú síðustu mörk Póllands en hún kom pólska liðinu í 24-22 þegar tæpar sjö mínútur voru eftir. Pólverjar skoruðu ekki meira í leiknum en sem betur fer fyrir þá gerðu Ungverjar bara eitt. Lokatölur 24-23, Póllandi í vil.

Dora Hornyak og Zita Szucsanszki skoruðu báðar fimm mörk fyrir Ungverjaland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×