Hljómsveitin Deftones kemur fram á Secret Solstice Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Hljómsveitin Deftones hefur selt yfir tíu milljónir platna og unnið Grammy-verðlaun. mynd/getty Alls hafa 37 nýir listamenn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 17.-19. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meðal þeirra eru nýmetal-rokksveitin Deftones, heimsklassa plötusnúðurinn Jamie Jones, einn af forsprökkum dubstep tónlistarstefnunnar: Skream, hústónlistargúrúinn Richy Ahmed, plötusnúðahópurinn Visionquest og breski raftónlistarmaðurinn Goldie. „Þetta er bara byrjunin, við munum tilkynna um fleiri bönd í janúar. Við erum að halda áfram að toppa okkur og við lofum stærri hátíð en var í sumar,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar. Ljóst er að mikill áhugi er á Íslandi fyrir bandarísku sveitinni Deftones ef vafrað er um netheima en hinn sex ára gamli Facebook-hópur ‘’Deftones to Iceland’’ telur rúmlega fimmhundruð manns.Chino Moreno söngvari Deftones er á leið í Laugardalinn.mynd/gettySveitin hóf göngu sína árið 1988 í Sacramento í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur hvergi slegið slöku við síðan þá. Á meðal frægustu laga hennar eru My Own Summer (Shove It), Hexagram, Change (in the House of Flies), Back To School, Bored og Be Quiet and Drive (Far Away). Hana skipa Chino Moreno söngvari, Stephen Carpenter gítarleikari, Sergio Vega bassaleikari, Abe Cunningham trommuleikari og Frank Delgado plötusnúður- og hljómborðsleikari. Ósk segir Secret Solstice hátíðina leggja mikið upp úr fjölbreytni og úrvals tónlistaratriðum og að þannig hafi hún skapað sér sess sem ein fremsta tónlistarhátíð heims. „Með þessu line upp-i erum við að sýna að við ætlum að vera með tónlist fyrir alla,“ bætir Ósk við. Ljóst er að hvaða tónlistaraðdáandi sem er geti fundið eitthvað við sitt hæfi en hér fyrir neðan má sjá 37 ný nöfn sem hafa staðfest komu sína næsta sumar. Listinn er ekki tæmandi þar sem fleiri tilkynningar eiga eftir að fljóta inn þegar nær dregur sólstöðunum. Að ógleymdum atriðum sem hafa nú þegar verið kynnt til leiks, tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Kerri Chandler, Deetron, Droog og Lady Leshurr.Ósk Gunnarsdóttir er kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar.mynd/vilhelmEinnig má taka fram að heiti potturinn í formi Víking bjórglass verður á sínum stað auk þess sem fleiri nýjungar munu bætast við vegna endurröðunar á hátíðarsvæðinu sem gefur skipuleggjendunum enn fleiri tækifæri til tilraunastarfsemi. Hátíðin tekur líka á móti umsóknum frá öllum þeim íslensku hljómsveitum sem hafa áhuga á að koma fram á Secret Solstice og er hægt að finna nánari upplýsingar um það á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Jamie Jones þykir vera plötusnúður á heimsklassa.mynd/gettyListinn yfir þau nöfn sem bæst hafa í hópinn:Deftones[US]Jamie Jones [UK]Skream [UK]Richy Ahmed [UK]Goldie [UK]Visionquest [US]Edu Imbernon [ES]Santé [DE]Darius Syrrosian [UK]Derrick Carter [US]Agent Fresco [IS]Lil Louis [US]Úlfur Úlfur [IS]Kúra [IS]Ylja [IS]Emmsjé Gauti [IS]Sidney Charles [DE]Midland [UK]wAFF [UK]Chez Damier [US]Marshall Jefferson [US]Soffía Björg [IS]Shades of Reykjavík [IS]Exos [IS]Bensol [IS]Artwork [UK]Yamaho [IS]Þriðja Hæðin [IS]Vagina Boys [IS]GKR [IS]Alvia Islandia [IS]DJ Kári [IS]Frímann [IS]Casanova [IS]French Toast [UK]Marc Roberts [UK]Captain Syrup [IS] Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Alls hafa 37 nýir listamenn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 17.-19. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meðal þeirra eru nýmetal-rokksveitin Deftones, heimsklassa plötusnúðurinn Jamie Jones, einn af forsprökkum dubstep tónlistarstefnunnar: Skream, hústónlistargúrúinn Richy Ahmed, plötusnúðahópurinn Visionquest og breski raftónlistarmaðurinn Goldie. „Þetta er bara byrjunin, við munum tilkynna um fleiri bönd í janúar. Við erum að halda áfram að toppa okkur og við lofum stærri hátíð en var í sumar,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar. Ljóst er að mikill áhugi er á Íslandi fyrir bandarísku sveitinni Deftones ef vafrað er um netheima en hinn sex ára gamli Facebook-hópur ‘’Deftones to Iceland’’ telur rúmlega fimmhundruð manns.Chino Moreno söngvari Deftones er á leið í Laugardalinn.mynd/gettySveitin hóf göngu sína árið 1988 í Sacramento í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur hvergi slegið slöku við síðan þá. Á meðal frægustu laga hennar eru My Own Summer (Shove It), Hexagram, Change (in the House of Flies), Back To School, Bored og Be Quiet and Drive (Far Away). Hana skipa Chino Moreno söngvari, Stephen Carpenter gítarleikari, Sergio Vega bassaleikari, Abe Cunningham trommuleikari og Frank Delgado plötusnúður- og hljómborðsleikari. Ósk segir Secret Solstice hátíðina leggja mikið upp úr fjölbreytni og úrvals tónlistaratriðum og að þannig hafi hún skapað sér sess sem ein fremsta tónlistarhátíð heims. „Með þessu line upp-i erum við að sýna að við ætlum að vera með tónlist fyrir alla,“ bætir Ósk við. Ljóst er að hvaða tónlistaraðdáandi sem er geti fundið eitthvað við sitt hæfi en hér fyrir neðan má sjá 37 ný nöfn sem hafa staðfest komu sína næsta sumar. Listinn er ekki tæmandi þar sem fleiri tilkynningar eiga eftir að fljóta inn þegar nær dregur sólstöðunum. Að ógleymdum atriðum sem hafa nú þegar verið kynnt til leiks, tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Kerri Chandler, Deetron, Droog og Lady Leshurr.Ósk Gunnarsdóttir er kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar.mynd/vilhelmEinnig má taka fram að heiti potturinn í formi Víking bjórglass verður á sínum stað auk þess sem fleiri nýjungar munu bætast við vegna endurröðunar á hátíðarsvæðinu sem gefur skipuleggjendunum enn fleiri tækifæri til tilraunastarfsemi. Hátíðin tekur líka á móti umsóknum frá öllum þeim íslensku hljómsveitum sem hafa áhuga á að koma fram á Secret Solstice og er hægt að finna nánari upplýsingar um það á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Jamie Jones þykir vera plötusnúður á heimsklassa.mynd/gettyListinn yfir þau nöfn sem bæst hafa í hópinn:Deftones[US]Jamie Jones [UK]Skream [UK]Richy Ahmed [UK]Goldie [UK]Visionquest [US]Edu Imbernon [ES]Santé [DE]Darius Syrrosian [UK]Derrick Carter [US]Agent Fresco [IS]Lil Louis [US]Úlfur Úlfur [IS]Kúra [IS]Ylja [IS]Emmsjé Gauti [IS]Sidney Charles [DE]Midland [UK]wAFF [UK]Chez Damier [US]Marshall Jefferson [US]Soffía Björg [IS]Shades of Reykjavík [IS]Exos [IS]Bensol [IS]Artwork [UK]Yamaho [IS]Þriðja Hæðin [IS]Vagina Boys [IS]GKR [IS]Alvia Islandia [IS]DJ Kári [IS]Frímann [IS]Casanova [IS]French Toast [UK]Marc Roberts [UK]Captain Syrup [IS]
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira