Bensín á aðventunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Bíllinn minn fær litla ást. Eða hann fær mikið af fallegum hugsunum og þakklæti í hjarta en það er eitthvað minna um að ástin sé sýnd í verki. Sem ku ekki vera farsæl formúla í nánum samböndum. Að þrífa bíl. Óhæf. Að fara með hann á réttum tíma í skoðun. Gerist ekki. Að láta skipta um framrúðu sem er með sprungu yfir hana þvera. Get það bara ekki. Þessi játning gefur ágæta mynd af ástandi bílsins. Fyrir utan að mamma hringi í mig mánaðarlega og tékki á stöðunni á smurningu. Og afi spyrji út í dekkjakostinn með ótta í augum. Og bananann sem er blásvartur í sætisvasanum aftur í. Þá hefur þessi vangeta mín valdið því að mér dettur aldrei nokkurn tíma í hug að dæla sjálf bensíni á bílinn minn. Þrátt fyrir fimm krónu sparnað. Og það er ekki af því að ég sé löt eða kunni það ekki eða sé kalt. Nei, það er af því að ég er logandi hrædd um að bensínafgreiðslumenn missi vinnuna sína. Bensínafgreiðslumenn eru nefnilega uppáhalds. Þeir brosa góðlátlega þegar ég spyr hvort frostlögur fari í bensín eða vatn. Og benda mér á að það vanti peru í framljósið og setja brúsa eftir brúsa af olíu á uppþornaðan jálkinn. Þeir hrista hausinn yfir framrúðusprungunni og benda á góð verkstæði. Svona eins og þeir hafi alvöru áhyggjur af því. En aldrei hroki. Bara þjónustulund, hlýja og lausn á öllum vandamálum. Svör við öllum mínum spurningum. Svo segja þeir „vina mín“ og „eitthvað fleira sem ég get gert fyrir þig?“ og „keyrðu varlega“. Ég verð fimm ára og áhyggjulaus í korter. Svo ekki sé talað um góðu áhrifin sem þeir hafa á frekar flókið samband mitt við Fordinn. Á annasamri aðventunni er gott að njóta manneskjutöfranna. Sem leynast víða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Bíllinn minn fær litla ást. Eða hann fær mikið af fallegum hugsunum og þakklæti í hjarta en það er eitthvað minna um að ástin sé sýnd í verki. Sem ku ekki vera farsæl formúla í nánum samböndum. Að þrífa bíl. Óhæf. Að fara með hann á réttum tíma í skoðun. Gerist ekki. Að láta skipta um framrúðu sem er með sprungu yfir hana þvera. Get það bara ekki. Þessi játning gefur ágæta mynd af ástandi bílsins. Fyrir utan að mamma hringi í mig mánaðarlega og tékki á stöðunni á smurningu. Og afi spyrji út í dekkjakostinn með ótta í augum. Og bananann sem er blásvartur í sætisvasanum aftur í. Þá hefur þessi vangeta mín valdið því að mér dettur aldrei nokkurn tíma í hug að dæla sjálf bensíni á bílinn minn. Þrátt fyrir fimm krónu sparnað. Og það er ekki af því að ég sé löt eða kunni það ekki eða sé kalt. Nei, það er af því að ég er logandi hrædd um að bensínafgreiðslumenn missi vinnuna sína. Bensínafgreiðslumenn eru nefnilega uppáhalds. Þeir brosa góðlátlega þegar ég spyr hvort frostlögur fari í bensín eða vatn. Og benda mér á að það vanti peru í framljósið og setja brúsa eftir brúsa af olíu á uppþornaðan jálkinn. Þeir hrista hausinn yfir framrúðusprungunni og benda á góð verkstæði. Svona eins og þeir hafi alvöru áhyggjur af því. En aldrei hroki. Bara þjónustulund, hlýja og lausn á öllum vandamálum. Svör við öllum mínum spurningum. Svo segja þeir „vina mín“ og „eitthvað fleira sem ég get gert fyrir þig?“ og „keyrðu varlega“. Ég verð fimm ára og áhyggjulaus í korter. Svo ekki sé talað um góðu áhrifin sem þeir hafa á frekar flókið samband mitt við Fordinn. Á annasamri aðventunni er gott að njóta manneskjutöfranna. Sem leynast víða.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun