Innlent

Ekkert lát á vinsældum Pírata

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Píratar eru stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi níunda mánuðinn í röð.
Píratar eru stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi níunda mánuðinn í röð. Vísir/Pjetur
Píratar mælast með 35,5 prósent fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og eru þar með stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi níunda mánuðinn í röð. Fylgi Framsóknarflokksins þokast heldur upp á við og mælist nú 12,9 prósent sem er marktæk aukning frá í október að því er segir í tilkynningu frá MMR.

Sjálfstæðisflokkur mælist með 22,9 prósent borið saman við 23,7 prósent í síðustu könnun sem gerð var í byrjun nóvember. Fylgi Vinstri-Grænna mældist nú 9,4 prósent borið saman við 9,9 prósent síðast og fylgi Samfylkingarinnar mældist einnig 9,4 prósent borið saman við 10,5 prósent í síðustu könnun.

Björt Framtíð breytist ekkert, fær 4,6 prósent nú líkt og síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×