Innlent

Ekki stundaðar rafrænar mælingar á stjórnmálaskoðunum Íslendinga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur svarað fyrirspurn formanns fjárlaganefndar um svokallaðar ppm-mælingar.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur svarað fyrirspurn formanns fjárlaganefndar um svokallaðar ppm-mælingar.
Rafrænir mælar, svokallaðir ppm-mælar, sem notaðir eru til að fylgjast með sjónvarpsáhorfi og útvarpshlustun á Íslandi geta ekki mælt viðhorf eða stjórnmálaskoðanir fólks. Þetta kemur fram í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknar.



Fyrirspurnin sneri meðal annars að því hvort rafrænar mælingar væru notaðar við skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokka og önnur álitaefni, svo sem andstöðu við Evrópusambandið.



Í svarinu kemur fram að mælarnir sem um ræðir nemi sérstakt falið hljóðmerki sem komið er fyrir í útsendingu þeirra sjónvarps- og útvarpsstöðva sem mældar eru en mannseyrað nemur ekki. Í lok hvers dags eru þeir sem bera þessa mæla látnir koma tækinu fyrir í tengikví sem sér um að senda upplýsingarnar í miðlæga tölvu sem Gallup, sem sér um þessar mælingar, hefur aðgang að.



Mælingarnar eru gerðar með skilyrðum frá Samkeppniseftirlitinu en tvíhliða samningur er í gildi við þá fjölmiðla sem taka þátt í mælingunum og Gallup. Meðal fjölmiðla sem taka þátt í þessum mælingum eru fjölmiðlar 365, sem meðal annars gefur út Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×