Handbolti

Vignir frábær í fyrri hálfleik en tapaði í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Vísir/Getty
Tvis Holstebro vann tveggja marka útisigur á HC Midtjylland, 28-26 í slag tveggja Íslendingaliða í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Vignir Svavarsson var markahæstur hjá HC Midtjylland í leiknum með fimm mörk úr sjö skotum. Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Tvis Holstebro en Egill Magnússon komst ekki á blað.

Þetta var sjöundi deildarsigur Tvis Holstebro liðsins í röð og hann kom liðinu á toppinn í deildinni,

HC Midtjylland komst í 3-0, 5-1 og 10-4 í byrjun leiks en leikmenn Tvis Holstebro unnu sig inn í leikinn fyrir hálfleik. HC Midtjylland var einu marki yfir í hálfleik, 15-14 en Vignir Svavarsson nýtti öll fimm skotin sína í fyrri hálfleiknum.

HC Midtjylland var 16-14 yfir í upphafi seinni hálfleik en þá komu þrjú mörk í röð frá gestunum sem tóku frumkvæðið.

Tvis Holstebro var með frumkvæðið út leikinn og landaði flottum útisigri.

Vignir náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrri hálfleik og klikkaði á báðum skotum sínum í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×