Getur verið besti Minecraft-spilari í heiminum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2015 10:45 Skemmtilegustu námsgreinarnar í skólanum eru forritun og enska, að mati Ólafs Arnar. Fréttablaðið/Vilhelm Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema. Krakkar Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema.
Krakkar Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira