Ljúka ekki við samning í dag Svavar Hávarðsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Mikið er tekist á um peninga á ráðstefnunni. Vísir/AFP Það er útilokað að nýr loftslagssamningur liggi fyrir í dag, eins og upphaflega var stefnt að. Sýnt þykir að helgina þurfi til að ná niðurstöðu í stærstu álitamálum samningsins sem tekist er á um á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir það alltaf hafa legið fyrir að vikurnar tvær myndu ekki duga til – margt hefur þó áunnist þegar og nýju uppkasti að samningi var dreift á milli samningamanna þjóðanna í gærkvöldi. Stærstu álitamálin eru þó eftir, sem skýrir tafirnar. Þrennt kemur þar aðallega til, og þau skarast í samningstextanum. Fyrst er að telja mismunandi ábyrgð ríkja og ríkjahópa á losun – ekki síst sögulega. Hvaða ábyrgð þróunarríki og þróuð ríki bera, og hvernig á að skilgreina hvaða ríki tilheyra hvorum hópi. Það kemur til af stórstígum breytingum á ríkjum sem flokkuð voru upphaflega til þróunarríkja en þurfa nú að taka meiri ábyrgð; Kína og Indland sem vaxandi efnahagsveldi en einnig Suður-Kórea, Singapúr, Síle og Mexíkó. Barist er um að þessi ríki, og fleiri, taki á sig aukna ábyrgð með tímanum. Þá er tekist á um peninga. „Það sem miðað hefur verið við eru 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári, árið 2020. Það sem er deilt um er hvort eigi að setja inn í fjármögnunina upphæðir fram til þess tíma; hvort eigi að auka við þessa upphæð eftir 2020 og hvort þetta eigi að renna til þróunaraðstoðar og hvort einkageirinn skuli hafa hlutverk. Mörg atriði eru þarna undir í raun og veru,“ segir Hugi.Hugi ÓlafssonÞriðja atriðið sem Hugi nefnir er hversu mikið aðhald skuli vera með sjálfviljugum markmiðum ríkja – sem þau skiluðu fyrir ráðstefnuna og er ein aðalbreytingin á COP21 nú og á fyrri ráðstefnum og samningurinn byggir á. Deilt er um hversu þétt á að uppfæra þessi markmið – hvort það eigi að vera á fimm ára fresti, sem er ein krafan, eða eftir lengri tímabil, sem önnur lönd sækja fast. Lengi hefur tveggja gráðu markið verið viðmiðið – að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum miðað við árin fyrir iðnbyltingu. Svo er ekki lengur. „Þrír kostir voru í drögunum frá því í gær [miðvikudag]. Það er þetta gamla orðalag um tvær; að það sé bara ein og hálf en svo líka millileið. Það er ríkur vilji, og líka hjá okkur, að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eiga mest undir þessu,“ segir Hugi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00 Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00 COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Það er útilokað að nýr loftslagssamningur liggi fyrir í dag, eins og upphaflega var stefnt að. Sýnt þykir að helgina þurfi til að ná niðurstöðu í stærstu álitamálum samningsins sem tekist er á um á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (COP21). Hugi Ólafsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir það alltaf hafa legið fyrir að vikurnar tvær myndu ekki duga til – margt hefur þó áunnist þegar og nýju uppkasti að samningi var dreift á milli samningamanna þjóðanna í gærkvöldi. Stærstu álitamálin eru þó eftir, sem skýrir tafirnar. Þrennt kemur þar aðallega til, og þau skarast í samningstextanum. Fyrst er að telja mismunandi ábyrgð ríkja og ríkjahópa á losun – ekki síst sögulega. Hvaða ábyrgð þróunarríki og þróuð ríki bera, og hvernig á að skilgreina hvaða ríki tilheyra hvorum hópi. Það kemur til af stórstígum breytingum á ríkjum sem flokkuð voru upphaflega til þróunarríkja en þurfa nú að taka meiri ábyrgð; Kína og Indland sem vaxandi efnahagsveldi en einnig Suður-Kórea, Singapúr, Síle og Mexíkó. Barist er um að þessi ríki, og fleiri, taki á sig aukna ábyrgð með tímanum. Þá er tekist á um peninga. „Það sem miðað hefur verið við eru 100 milljarðar Bandaríkjadala á ári, árið 2020. Það sem er deilt um er hvort eigi að setja inn í fjármögnunina upphæðir fram til þess tíma; hvort eigi að auka við þessa upphæð eftir 2020 og hvort þetta eigi að renna til þróunaraðstoðar og hvort einkageirinn skuli hafa hlutverk. Mörg atriði eru þarna undir í raun og veru,“ segir Hugi.Hugi ÓlafssonÞriðja atriðið sem Hugi nefnir er hversu mikið aðhald skuli vera með sjálfviljugum markmiðum ríkja – sem þau skiluðu fyrir ráðstefnuna og er ein aðalbreytingin á COP21 nú og á fyrri ráðstefnum og samningurinn byggir á. Deilt er um hversu þétt á að uppfæra þessi markmið – hvort það eigi að vera á fimm ára fresti, sem er ein krafan, eða eftir lengri tímabil, sem önnur lönd sækja fast. Lengi hefur tveggja gráðu markið verið viðmiðið – að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum miðað við árin fyrir iðnbyltingu. Svo er ekki lengur. „Þrír kostir voru í drögunum frá því í gær [miðvikudag]. Það er þetta gamla orðalag um tvær; að það sé bara ein og hálf en svo líka millileið. Það er ríkur vilji, og líka hjá okkur, að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eiga mest undir þessu,“ segir Hugi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00 Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00 COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Töluvert hefur áunnist og drög að samningi kynnt Forseti Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í gær ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja. 10. desember 2015 07:00
Sjá mengunarmökkinn veltast áfram Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand. 10. desember 2015 07:00
COP21 lýkur á morgun: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiri Fylking ríkja, sem vinnur að því að ná metnaðarfullum samningi, samanstendur af rúmlega hundrað ríkjum hvaðanæva að úr heiminum. 10. desember 2015 10:30