Ofbeldisbörn María Elísabet Bragadóttir skrifar 11. desember 2015 07:00 Varð óvart vitni að prívatsamtali tveggja manneskja á götuhorni um daginn. Setningarnar sem flugu á milli voru upp á líf og dauða. – Hvað gerist ef ég sting þessu í hjartað á þér? – Ég dey! Ég dey strax. Þetta voru tvö börn. Annað þeirra þungvopnað. Lúffuklæddar hendur kreistu risavaxið grýlukerti. Var tvístígandi yfir því hvort þarna væri á ferðinni forhert ofbeldisbarn. Augnabliki síðar kútveltust þau hlæjandi um í snjóskafli og engin illska sveif yfir vötnum. En barnæskan er auðvitað ekki dans á dúnmjúkum rósablöðum. Þótt þú bannir barninu þínu að horfa á ofbeldismyndir mun það finna leiðir til að kanna myrkari lendur hugans. Sem barn reyndi ég að horfa reglulega á bannaðar myndir. Forvitnilegt að spá í þann tvískinnung að ofbeldi á spólu var forboðið en ef það var í bók var það dúndurfínt. Þess vegna mátti ég lesa Grimms-ævintýrin þótt leitun sé að svæsnari ofbeldissögum. Sakleysinginn Mjallhvít keypti í ógáti lífstykki sem kæfði hana. Morðóð drottning var neydd til að dansa í rauðglóandi járnskóm. Galdranorn matreiddi börn og var fyrir rest bökuð til dauða í geysistórum ofni. Örlög vondrar stjúpu voru að rúlla niður brekku, kviknakin í tunnu fylltri nöglum. Fékk virkilega að vaða eldinn þegar kom að lesefni. Sást samt ekki utan á mér. Var hrekklaust og guðhrætt barn, smámælt á gammósíum. Las grafískar morðlýsingar og horfði á Bangsímon til skiptis. Ofan í allan ofbeldislesturinn datt sem betur fer engum í hug að gefa mér leikfangabyssu eða lásboga úr plasti. Geislasverðum var fórnað á altari mjúku bangsanna. En hugsið ykkur ef ég hefði bæði átt dótahníf og lesið Grimms-ævintýrin. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun
Varð óvart vitni að prívatsamtali tveggja manneskja á götuhorni um daginn. Setningarnar sem flugu á milli voru upp á líf og dauða. – Hvað gerist ef ég sting þessu í hjartað á þér? – Ég dey! Ég dey strax. Þetta voru tvö börn. Annað þeirra þungvopnað. Lúffuklæddar hendur kreistu risavaxið grýlukerti. Var tvístígandi yfir því hvort þarna væri á ferðinni forhert ofbeldisbarn. Augnabliki síðar kútveltust þau hlæjandi um í snjóskafli og engin illska sveif yfir vötnum. En barnæskan er auðvitað ekki dans á dúnmjúkum rósablöðum. Þótt þú bannir barninu þínu að horfa á ofbeldismyndir mun það finna leiðir til að kanna myrkari lendur hugans. Sem barn reyndi ég að horfa reglulega á bannaðar myndir. Forvitnilegt að spá í þann tvískinnung að ofbeldi á spólu var forboðið en ef það var í bók var það dúndurfínt. Þess vegna mátti ég lesa Grimms-ævintýrin þótt leitun sé að svæsnari ofbeldissögum. Sakleysinginn Mjallhvít keypti í ógáti lífstykki sem kæfði hana. Morðóð drottning var neydd til að dansa í rauðglóandi járnskóm. Galdranorn matreiddi börn og var fyrir rest bökuð til dauða í geysistórum ofni. Örlög vondrar stjúpu voru að rúlla niður brekku, kviknakin í tunnu fylltri nöglum. Fékk virkilega að vaða eldinn þegar kom að lesefni. Sást samt ekki utan á mér. Var hrekklaust og guðhrætt barn, smámælt á gammósíum. Las grafískar morðlýsingar og horfði á Bangsímon til skiptis. Ofan í allan ofbeldislesturinn datt sem betur fer engum í hug að gefa mér leikfangabyssu eða lásboga úr plasti. Geislasverðum var fórnað á altari mjúku bangsanna. En hugsið ykkur ef ég hefði bæði átt dótahníf og lesið Grimms-ævintýrin. Ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda.