Innlent

Ræsi gætu stíflast í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Búast má við að ár og lækir geti rutt sig með tilheyrandi vatnavöxtum og að ræsi stíflist við vegi í dag. Það á einkum við á Suðausturlandi og Austfjörðum, en þar er spáð mikilli rigningu fram eftir degi, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Stormur geisar á austurhelmingi landsins, en farið er að draga úr vindi vestast. Mikil rigning er á Suðausturlandi og Austfjörðum, en venjulegri rigning annars staðar. Milt loft er yfir landinu og hefur hitinn náð í um eða yfir tíu stig í plús á nokkrum mælistöðvum.

Á vef Veðurstofunnar segir að veðrið muni róast í dag og að síðdegis megi búast við fimm til þrettán metrum á sekúndu með éljum, en að það stytti upp og rofi smám saman til á Norður- og Austurlandi. Veður fari kólnandi og að hitinn verði heilt yfir í kringum frostmarkið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×