Handbolti

Öruggur sigur hjá Erlingi og Bjarka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erlingur er að gera fína hluti með Füchse.
Erlingur er að gera fína hluti með Füchse. vísir/getty
Füchse Berlín lenti ekki í neinum vandræðum með Eisenach á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en Füchse vann sex marka sigur, 30-24. Leiknum var nánast lokið í hálfleik því staðan var 20-10 í hálfleik.

Füchse lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Þeir breyttu stöðunni úr 6-4 í 16-10 og skoruðu svo fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 20-10.

Í síðari hálfleik var þetta algjört formsatriði fyrir Refina, en þeir unnu að lokum sex marka sgur, 30-24.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk úr fimm skotum fyrir Füchse og Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði tvö fyrir Eisenach úr fjórum skotum. Erlingur Richardsson þjálfar Füchse.

Með sigrinum fer Füchse upp að hlið Wetzlar í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar, en Eisenach er í sextánda sæti, stigi frá öruggu sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×