Handbolti

Tíu mörk frá Antoni í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anton Rúnarsson fór á kostum í dag.
Anton Rúnarsson fór á kostum í dag. vísir/getty
Anton Rúnarsson fór á kostum í liði TV Emsdetten sem tapaði með tveimur mörkum, 28-26, fyrir HSG Nordhorn-Lingen í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.

Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn, en Nordhorn-Lingen leiddi meðal annars í hálfleik 15-14.

Síðari hálfleikur var spennandi, en gestirnir frá Emsdetten leiddu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það dugði ekki til og lokatölur 28-26.

Anton lék á alls oddi og var markahæstur í liði Emsdetten með tíu mörk. Oddur Grétarsson skoraði eitt mark úr þremur skotum fyrir Emsdetten og fékk tvær brottvísanir.

Emsdetten er í áttunda sætinu með 22 stig, en Nordhorn-Lingen er í því níunda með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×