Körfubolti

Curry hafði betur gegn LeBron | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry og LeBron í baráttunni í nótt.
Curry og LeBron í baráttunni í nótt. vísir/getty
Golden State Warriors hafði betur gegn Cleveland í stórleik í NBA-deildinni í gærkvöldi, en Golden State vann með sex stiga mun, 89-83, á heimavelli sínum. Þetta var 28. sigur Golden State á tímabilinu í 29 leikjum.

Golden State byrjaði betur og leiddi með níu stigum eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland náði þó að klóra í bakkann fyrir hlé og staðan 45-42, Golden State í vil í hálfleik.

Í síðari hálfleik reyndust heimamenn í Golden State sterkari þrátt fyrir gott áhlaup Cleveland undir restina. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, en komust ekki nær og lokatölur 89-83 sigur Golden State.

LeBron James skoraði 25 stig fyrir Cleveland, en aldrei slíku vant var Stephen Curry ekki stigahæstur hjá Golden State. Curry gerði nítján stig, en stigahæstur var Draymond Green með 22 stig.

Sjá einnig: Chicago með mikla yfirburði í sigri á Oklahoma City Thunder

Golden State unnið 28 leiki af 29 eins og fyrr segir, en Cleveland tapað átta af 27. Þeir eru því með rétt rúmlega 70% sigurhlutfall.

Los Angeles Lakers tapaði með tíu stiga mun fyrir LA Clippers í nótt, 94-84. Chris Paul gerði 23 stig fyrir Clippers sem hefur unnið 17 leiki af 30 í deildinni. D’Angelo Russell gerði sextán fyrir Lakers sem var að tapa sínum 25. leik af 30 í deildinni. Kobe Bryant gerði tólf stig.

Í fimmta leik kvöldsins vann svo Houston fjögurra stiga sigur á San Antonio Spurs, 84-88. James Harden var öflugur í liði Houston og skoraði 20 stig auk þess að gefa níu fráköst. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá gestunum með 20 stig.

Houston er með rúmlega 51% sigurhlutfall í suð-vesturdeildinni (16 sigra og 15 tapleiki), en San Antonio með 80% (25 sigra, 6 tapleiki.).

Úrslit næturinnar:

Golden State - Cleveland 89-83

San Antonio - Houston 84-88

LA Clippers - Lakers 94-84

Topp-10 næturinnar: Larry Nance skorar sjálfskörfu!: Tveir þrisar í röð frá Mamba: Curry gegn LeBron:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×