Njóta María Elísabet Bragadóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Fyrir mér eru jólin tími kærleika, friðar, neyslu og síðast en ekki síst nautna. Hátíðarundirbúningur í ys og þys hins frjálsa hagkerfis er alveg himneskur fyrir manneskju eins og mig. Ég hvílist aldrei eins vel og í útsprengdri verslunarmiðstöð. Ég kjarna mig í pökkuðum rúllustiga í Kringlunni. Ekki dropi af frústrasjón sem streymir um mínar útþöndu æðar. Sumir standa í undirbúningi allt árið. Ljúka pakkainnkaupum í apríl, sérpanta lífrænan gjafapappír í júlí. Merkimiðarnir eru skreyttar piparkökur, bakaðar í nóvember og hnýttar með silkiborða á aðventu. Hverjum pakka fylgir lítil frumsamin haika svo gjöfin sé ekki eintómur hégómi. Þrátt fyrir það eru þessir fullkomnunarsinnar á nálum allan desember. Friðlausir af ótta við að gleyma einhverju. Stundum kemur svo í ljós fyrir hádegi á Þorláksmessu að eitthvað smáatriði fór forgörðum. Tilneyddir gera þeir sér þá ferð ofan í bæ. Standa kófsveittir í mannmergðinni gráti næst af pirringi. Þeir hata stress. Fýlusvipurinn rótsterkur eins og Jesúbarnið sjálft hafi hlekkjað þá í árstíðarbundinn þrældóm. Skipulagsdýrðin snýst upp í gallsúra andhverfu sína. Vil ekki setja mig á háan hest en ég skil ekki þessa afstöðu. Hef verið að dóla mér á þessari jörð í rúma tvo áratugi. Á þeim tíma hefur mér lærst að njóta lífsins þegar aðrir örvænta. Angistin kikkar inn á miðnætti á Þorláksmessu. Ég á allt eftir og umfaðma þá æsilegu tilfinningu að vera á ystu nöf. Salt taugaveiklunartár slæðist inn í munnvikið og er svo jólalegt að það gæti nýst sem fylling í konfektmola. Teygi mig í velkt eintak af Séð og heyrt. Spekúlera í því hvort það sé of krumpað til að nýtast sem gjafapappír. Velti fyrir mér hvort tannþráður geti talist framúrstefnulegur gjafaborði. Finnst ég raunar aldrei hafa verið jafnmikið á lífi. Hyggst njóta þess til síðasta blóðdropa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun
Fyrir mér eru jólin tími kærleika, friðar, neyslu og síðast en ekki síst nautna. Hátíðarundirbúningur í ys og þys hins frjálsa hagkerfis er alveg himneskur fyrir manneskju eins og mig. Ég hvílist aldrei eins vel og í útsprengdri verslunarmiðstöð. Ég kjarna mig í pökkuðum rúllustiga í Kringlunni. Ekki dropi af frústrasjón sem streymir um mínar útþöndu æðar. Sumir standa í undirbúningi allt árið. Ljúka pakkainnkaupum í apríl, sérpanta lífrænan gjafapappír í júlí. Merkimiðarnir eru skreyttar piparkökur, bakaðar í nóvember og hnýttar með silkiborða á aðventu. Hverjum pakka fylgir lítil frumsamin haika svo gjöfin sé ekki eintómur hégómi. Þrátt fyrir það eru þessir fullkomnunarsinnar á nálum allan desember. Friðlausir af ótta við að gleyma einhverju. Stundum kemur svo í ljós fyrir hádegi á Þorláksmessu að eitthvað smáatriði fór forgörðum. Tilneyddir gera þeir sér þá ferð ofan í bæ. Standa kófsveittir í mannmergðinni gráti næst af pirringi. Þeir hata stress. Fýlusvipurinn rótsterkur eins og Jesúbarnið sjálft hafi hlekkjað þá í árstíðarbundinn þrældóm. Skipulagsdýrðin snýst upp í gallsúra andhverfu sína. Vil ekki setja mig á háan hest en ég skil ekki þessa afstöðu. Hef verið að dóla mér á þessari jörð í rúma tvo áratugi. Á þeim tíma hefur mér lærst að njóta lífsins þegar aðrir örvænta. Angistin kikkar inn á miðnætti á Þorláksmessu. Ég á allt eftir og umfaðma þá æsilegu tilfinningu að vera á ystu nöf. Salt taugaveiklunartár slæðist inn í munnvikið og er svo jólalegt að það gæti nýst sem fylling í konfektmola. Teygi mig í velkt eintak af Séð og heyrt. Spekúlera í því hvort það sé of krumpað til að nýtast sem gjafapappír. Velti fyrir mér hvort tannþráður geti talist framúrstefnulegur gjafaborði. Finnst ég raunar aldrei hafa verið jafnmikið á lífi. Hyggst njóta þess til síðasta blóðdropa.