Enski boltinn

Hversu mikil stjarna þarftu að vera til að fá að gera þetta | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/EPA
LeBron James er frábær körfuboltamaður og það er ekkert grín að reyna að stoppa þennan 203 sentímetra og 113 kílóa stórbrotna íþróttamann þegar hann keyrir upp körfuboltavöllinn.

James er ein allra stærsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta og það fer orðið ekkert á milli mála að hann fær sérmeðferð hjá dómurum deildarinnar.

Gott dæmi um þetta er atvik sem gerðist í leik Cleveland Cavaliers og Oklahoma City Thunder á dögunum. LeBron James átti mjög fínan leik í þessum leik, skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fjögurra stiga sigri.

Strákarnir á The Open Court fésbókarsíðunni vöktu hinsvegar athygli á því sem "Kóngurinn" komst meðal annars upp með í umræddum leik.

Kevin Durant var þá að reyna að stöðva LeBron James en gat þá ekkert annað en yppt öxlum. LeBron James tókst nefnilega að rekja boltann, gefa á sjálfan sig, nota olnbogann til að komast framhjá Durant, skipta fimm sinnum um stöðufót og taka tíu skref áður en hann setti boltann í körfuna.

Það er ekki hægt að ætlast til þess að kevin Durant eða einhver annar varnarmaður í NBA-deildinni geti stöðvað LeBron James þegar hann kemst upp með að teygja reglurnar svona mikið.

Þessi mögnuðu sóknartilþrif LeBron James má sjá hér fyrir neðan sem og það sem NBA-deildin klippti saman með LeBron James í leiknum.

LeBron: 1 dribble, 1 self pass, 5 pivots, 10 steps, 0 travel calls:(Lenny Carlos

Posted by Open Court on 20. desember 2015
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×