Manchester United fór létt með C-deildarliðið Barnsley og vann 7-0 á Old Trafford í þriðju umferð enska deildarbikarsins.
Sigurinn var aldrei í hættu fyrir heimamenn og gestirnir áttu ekki skot á mark.
Marcus Rashford skoraði opnunarmarkið, Antony bætti svo við af vítapunktinum og Alejandro Garnacho kom þeim í 3-0 rétt fyrir hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik setti Garnacho annað mark og lagði síðan það fimmta upp á Marcus Rashford.
Sjötta markið kom seint, á 80. mínútu, og var smíði Bruno Fernandes en Christian Eriksen rak smiðshöggið. Eriksen fylgdi því svo eftir og skoraði sjöunda markið skömmu síðar.
United-menn létu þar við sitja, sáttir með 7-0 sigur og halda áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins.
