Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2015 19:30 Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að flóttabílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. „Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum. Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum.
Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49
„Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52
„Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57
Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55
Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25