Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2015 19:30 Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að flóttabílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. „Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum. Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum.
Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49
„Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52
„Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57
Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55
Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25