Hafa bjargað um tvö þúsund manns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Hér má sjá flóttamenn um borð í varðskipinu Tý eftir björgunaraðgerðir í desember. Mynd/Landhelgisgæslan Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“ Flóttamenn Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“
Flóttamenn Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira