Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., sem á og rekur Sambíóin og Samfilm. Vísir/Stefán Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar. Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar.
Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39