Nýtt myndband úr leiknum Rerunners Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:30 Oddur Snær Magnússon, Guðmundur Hallgrímsson og Ívar Emilsson Vísir „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
„Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00