Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur viktoría hermannsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Hælisleitendurnir sem rætt var við í rannsókninni upplifðu mikið vonleysi og valdleysi yfir eigin lífi. Fréttablaðið/Vilhelm Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu. Fréttaskýringar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu.
Fréttaskýringar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira