Í hönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 12:00 Elísabet Karlsdóttir. Vísir/GVA Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira