Vampírubörn úti um allt hús Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 12:00 Freyja, Fía, Þórdís og Tristan tóku forskot á sæluna og hjálpuðu Kristínu að undirbúa Drakúlasmiðjuna. vísir/valli Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins. Vetrarhátíð Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Í dag er heimsdagur barna haldinn í ellefta skipti á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Á heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum. Ein af þeim smiðjum sem verða í boði er Drakúlasmiðja í Gerðubergi undir stjórn Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur. „Smiðjan gengur út á að börnin gera búninga úr efnum sem auðvelt er að finna til heima. Við notum svarta plastpoka, kreppappír og gjafaborða til að búa til skikkjuna. Svo gera þau vígtennur úr pappír og að lokum leðurblöku sem þau setja á grillpinna. Þau gera þetta alveg sjálf. Ég afhendi þeim bara efnið og leiðbeini.“ Kristín var síðast með Drakúlasmiðju fyrir fjórum árum og var hún mjög vinsæl. „Það var handagangur í öskjunni, ansi líflegt og fjörugt. Það voru litlar vampírur á sveimi um alla ganga enda gerðum við 150 til 200 búninga á þremur tímum.“ Kristín segist sjálf vera norn og hafa mikinn áhuga á því sem er dökkt, dularfullt og ógnvekjandi. Hún segir mörg börn deila áhuga hennar. „Þau dýrka þetta. Þegar maður er að mála þau í framan og setja blóð verða þau svaka spennt. Þegar ég var að mála þau fyrir myndatökuna núna bað eitt barnið um bitför á hálsinn,“ segir hún hlæjandi. Í ár verður sú breyting á heimsdegi barna að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Hægt er að sjá dagskrána á vef Borgarbókasafnsins.
Vetrarhátíð Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira