Kýldu vömbina, vinur Sara McMahon skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Nú skal sko kýla vömbina! Landsmenn átu margir á sig gat af gómsætum rjómabollum í gær. Í dag er sprengidagur og þá skal torga ógrynnum öllum af saltkjöti og baunum, eða allt þar til maður stendur á blístri og getur sig hvergi hreyft sökum seddu. Á morgun rennur svo upp öskudagur og þá mun ungviðið klæðast grímubúningum, lalla syngjandi á milli verslana og hljóta sælgæti að launum. Það er ekki aðeins hér á landi sem haldið er upp á sprengidaginn; hann er haldinn hátíðlegur víða um heim og undir ýmsum nöfnum. Á frönsku kallast dagurinn mardi gras og í Brasilíu halda heimamenn hina annáluðu kjötkveðjuhátíð. Sem sagt: þrír dagar af ofáti áður en fastan gengur í garð, en langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og samkvæmt kristinni hefð má ekki neyta kjöts aftur fyrr en á páskum. Líklega eru þeir fáir (ef nokkrir) Íslendingarnir sem enn halda í heiðri þá hefð að leggja sér ekki kjöt til munns á meðan á föstunni stendur. En flest tökum við þátt í því allsnægtaborði sem á undan fer, enda miklu skemmtilegra að dekra við sig en hitt. Og hví ekki að dekra sig ögn, svona fyrst við getum það á annað borð? Um helgina minntu sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic og United Nations World Food Programme, samtök sem berjast gegn hungri í heiminum (hægt er að leggja málstaðnum lið með fjárframlögum á heimasíðu samtakanna), á að um 805 milljónir manna glíma enn við hungur. Höfum það hugfast er við setjumst að snæðingi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Sprengidagur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Nú skal sko kýla vömbina! Landsmenn átu margir á sig gat af gómsætum rjómabollum í gær. Í dag er sprengidagur og þá skal torga ógrynnum öllum af saltkjöti og baunum, eða allt þar til maður stendur á blístri og getur sig hvergi hreyft sökum seddu. Á morgun rennur svo upp öskudagur og þá mun ungviðið klæðast grímubúningum, lalla syngjandi á milli verslana og hljóta sælgæti að launum. Það er ekki aðeins hér á landi sem haldið er upp á sprengidaginn; hann er haldinn hátíðlegur víða um heim og undir ýmsum nöfnum. Á frönsku kallast dagurinn mardi gras og í Brasilíu halda heimamenn hina annáluðu kjötkveðjuhátíð. Sem sagt: þrír dagar af ofáti áður en fastan gengur í garð, en langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og samkvæmt kristinni hefð má ekki neyta kjöts aftur fyrr en á páskum. Líklega eru þeir fáir (ef nokkrir) Íslendingarnir sem enn halda í heiðri þá hefð að leggja sér ekki kjöt til munns á meðan á föstunni stendur. En flest tökum við þátt í því allsnægtaborði sem á undan fer, enda miklu skemmtilegra að dekra við sig en hitt. Og hví ekki að dekra sig ögn, svona fyrst við getum það á annað borð? Um helgina minntu sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic og United Nations World Food Programme, samtök sem berjast gegn hungri í heiminum (hægt er að leggja málstaðnum lið með fjárframlögum á heimasíðu samtakanna), á að um 805 milljónir manna glíma enn við hungur. Höfum það hugfast er við setjumst að snæðingi í dag.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun