Þróun í rétta átt kjartan hreinn njálsson skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Evolve. Leikurinn er ný nálgun á skotleiki. Evolve Turtle Rock Studios/XBOX ONE/PS4 Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann. Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Evolve Turtle Rock Studios/XBOX ONE/PS4 Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann.
Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira