Vilt þú verða betri elskhugi? Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar ég fékk fyrsta klámblaðið í hendurnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og þegar ég fékk nær óheftan aðgang að internetinu á unglingsárum byrjaði ballið fyrir alvöru. Nýjar konur nánast daglega árum saman, af öllum stærðum og gerðum. Myndböndin tóku við af ljósmyndunum og háskerpan var líkt og hedónísk hraðbraut án hraðatakmarkana. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að ég væri hugsanlega langt leiddur klámfíkill sem gat varla fengið fullnægingu án þess að ýta undir mansal. Stöðugar lygar um klámneysluna hringdu engum viðvörunarbjöllum. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Grunlaus um hvað biði mín, hætti ég að skoða klám af mannúðarástæðum fyrir nokkrum árum. Eftir á að hyggja var kannski ágætt að ekkert af forvarnarstarfi skólagöngu minnar hafði snúist um afleiðingar klámneyslu. Ef ég hefði vitað að ég yrði nær getulaus, þunglyndur, svefnvana og ófær um að standa undir væntingum í rúminu þá er ég ekki viss um að ég hefði ákveðið að hætta. Árum saman var ég þess fullviss að ég væri frábær elskhugi sem lifði góðu kynlífi. Þetta reyndist misskilningur. Ég gat vissulega framkvæmt ýmsar kúnstir í rúminu en ég var ófær um að elskast. Ófær um að njóta ásta þar sem allt er hárfínt og viðkvæmt og nándin yfirtekur allt. Hugurinn var of gegnumsýrður af klámi til að líkaminn gæti brugðist eðlilega við snertingu, ástúð og virðingu. Aldrei hefði mig grunað að það myndi taka mig marga mánuði að ná þeim bata að komast í snertingu við sjálfan mig á ný. Að því tímabili loknu öðlaðist kynlíf hins vegar nýja og æðri merkingu í mínum huga. Ég hef ekki tölu yfir hversu margar greinar ég hef rekist á um hvernig hægt sé að verða betri elskhugi. Falin fíkn er alltof sjaldan umfjöllunarefni þeirra. #energy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun
Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar ég fékk fyrsta klámblaðið í hendurnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og þegar ég fékk nær óheftan aðgang að internetinu á unglingsárum byrjaði ballið fyrir alvöru. Nýjar konur nánast daglega árum saman, af öllum stærðum og gerðum. Myndböndin tóku við af ljósmyndunum og háskerpan var líkt og hedónísk hraðbraut án hraðatakmarkana. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að ég væri hugsanlega langt leiddur klámfíkill sem gat varla fengið fullnægingu án þess að ýta undir mansal. Stöðugar lygar um klámneysluna hringdu engum viðvörunarbjöllum. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Grunlaus um hvað biði mín, hætti ég að skoða klám af mannúðarástæðum fyrir nokkrum árum. Eftir á að hyggja var kannski ágætt að ekkert af forvarnarstarfi skólagöngu minnar hafði snúist um afleiðingar klámneyslu. Ef ég hefði vitað að ég yrði nær getulaus, þunglyndur, svefnvana og ófær um að standa undir væntingum í rúminu þá er ég ekki viss um að ég hefði ákveðið að hætta. Árum saman var ég þess fullviss að ég væri frábær elskhugi sem lifði góðu kynlífi. Þetta reyndist misskilningur. Ég gat vissulega framkvæmt ýmsar kúnstir í rúminu en ég var ófær um að elskast. Ófær um að njóta ásta þar sem allt er hárfínt og viðkvæmt og nándin yfirtekur allt. Hugurinn var of gegnumsýrður af klámi til að líkaminn gæti brugðist eðlilega við snertingu, ástúð og virðingu. Aldrei hefði mig grunað að það myndi taka mig marga mánuði að ná þeim bata að komast í snertingu við sjálfan mig á ný. Að því tímabili loknu öðlaðist kynlíf hins vegar nýja og æðri merkingu í mínum huga. Ég hef ekki tölu yfir hversu margar greinar ég hef rekist á um hvernig hægt sé að verða betri elskhugi. Falin fíkn er alltof sjaldan umfjöllunarefni þeirra. #energy
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun