Stefna í skötulíki Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Um þessar mundir er ár liðið síðan utanríkisráðuneytið kynnti og ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum „Áherslur og framkvæmd Evrópustefnu“. Ársafmælið var raunar í gær, því 11. mars í fyrra fór kynningin fram. Ríkisstjórnin boðaði Evrópustefnu sem byggðist á „efldri hagsmunagæslu á vettvangi samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði (EES) og annarra gildandi samninga Íslands og Evrópusambandsins (ESB)“. Evrópa var í plagginu réttilega sögð mikilvægt markaðs- og menningarsvæði fyrir Ísland og nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði ESB á grundvelli EES-samningsins. Í því augnamiði var meðal annars boðuð efld hagsmunagæsla í Brussel, við mótun laga þeirra sem hér hafa áhrif í gegnum EES og um leið áhersla á skilvirka framkvæmd EES-samningsins. Hluti af því var að snúa við sleifarlagi sem verið hefur á innleiðingu Evrópulöggjafar og reglugerða hér á landi, sem við höfum skuldbundið okkur til að gera á grundvelli EES. Í þeim efnum erum við langt á eftir Noregi og Liechtenstein, sem einnig eru aðilar að EES. Frá því að kúrsinn var settur í fyrra hefur ótrúlega lítið heyrst af efndum þeirra góðu fyrirheita sem í nýrri Evrópustefnu var lýst. Hvað ætli hafi orðið um fjölgun starfsmanna í Brussel eða skýrslu þar sem leggja átti mat á hagsmuni Íslands af EES-samningnum sem utanríkisráðherra var sagður ætla að vinna? Þeirri skýrslu átti að skila í fyrrahaust. „Efnt verður til sérstakra umræðna um hana og EES-samninginn í tilefni af 20 ára gildistöku hans í samstarfi við helstu hagsmunasamtök og fræðasamfélag,“ segir í kafla um framkvæmd Evrópustefnunnar. Þetta afmæli er komið og farið. Sömuleiðis átti að gera gangskör að því að flýta innleiðingu löggjafar ESB í EES-samninginn. Ísland var fyrir ári með verstu frammistöðuna á EES-svæðinu í þeim efnum, bæði hvað varðaði lög og reglugerðir. Lítil breyting virðist hafa orðið á þessari stöðu og langt í land að „innleiðingarhalli“ EES-gerða verði kominn úr þremur prósentum undir eitt prósent, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera „eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015“. Í fyrradag kom út ársskýrsla ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem Oda Helen Sletnes, forseti ESA, fer yfir stöðuna og gagnrýnir sérstaklega tregðu EFTA-ríkjanna við að lögfesta sameiginlegar reglur innri markaðar Evrópu. „Á Íslandi virðist vera við sérstakan vanda að glíma á sviði dýraheilbrigðismála og miklar tafir hafa verið á að taka löggjöf á því sviði upp í landsrétt,“ bendir hún á. Í ársskýrslunni kemur fram að ESA hafi þurft að höfða 17 mál fyrir EFTA-dómstólnum í fyrra vegna tafa á innleiðingu Evrópureglna. Metfjöldi, þar sem þrettán málanna voru á hendur Íslandi, þrjú gegn Noregi og eitt á hendur Liechtenstein. Óneitanlega vakna spurningar um hversu mikil alvara hafi fylgt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, sem vel að merkja hefur líka á stefnuskrá sinni að ekki skuli gengið inn í Evrópusambandið (né heldur gengið úr skugga um hvernig aðildarsamningur gæti litið út), þegar Evrópustefnan var kynnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Um þessar mundir er ár liðið síðan utanríkisráðuneytið kynnti og ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum „Áherslur og framkvæmd Evrópustefnu“. Ársafmælið var raunar í gær, því 11. mars í fyrra fór kynningin fram. Ríkisstjórnin boðaði Evrópustefnu sem byggðist á „efldri hagsmunagæslu á vettvangi samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði (EES) og annarra gildandi samninga Íslands og Evrópusambandsins (ESB)“. Evrópa var í plagginu réttilega sögð mikilvægt markaðs- og menningarsvæði fyrir Ísland og nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði ESB á grundvelli EES-samningsins. Í því augnamiði var meðal annars boðuð efld hagsmunagæsla í Brussel, við mótun laga þeirra sem hér hafa áhrif í gegnum EES og um leið áhersla á skilvirka framkvæmd EES-samningsins. Hluti af því var að snúa við sleifarlagi sem verið hefur á innleiðingu Evrópulöggjafar og reglugerða hér á landi, sem við höfum skuldbundið okkur til að gera á grundvelli EES. Í þeim efnum erum við langt á eftir Noregi og Liechtenstein, sem einnig eru aðilar að EES. Frá því að kúrsinn var settur í fyrra hefur ótrúlega lítið heyrst af efndum þeirra góðu fyrirheita sem í nýrri Evrópustefnu var lýst. Hvað ætli hafi orðið um fjölgun starfsmanna í Brussel eða skýrslu þar sem leggja átti mat á hagsmuni Íslands af EES-samningnum sem utanríkisráðherra var sagður ætla að vinna? Þeirri skýrslu átti að skila í fyrrahaust. „Efnt verður til sérstakra umræðna um hana og EES-samninginn í tilefni af 20 ára gildistöku hans í samstarfi við helstu hagsmunasamtök og fræðasamfélag,“ segir í kafla um framkvæmd Evrópustefnunnar. Þetta afmæli er komið og farið. Sömuleiðis átti að gera gangskör að því að flýta innleiðingu löggjafar ESB í EES-samninginn. Ísland var fyrir ári með verstu frammistöðuna á EES-svæðinu í þeim efnum, bæði hvað varðaði lög og reglugerðir. Lítil breyting virðist hafa orðið á þessari stöðu og langt í land að „innleiðingarhalli“ EES-gerða verði kominn úr þremur prósentum undir eitt prósent, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera „eigi síðar en á fyrri hluta árs 2015“. Í fyrradag kom út ársskýrsla ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem Oda Helen Sletnes, forseti ESA, fer yfir stöðuna og gagnrýnir sérstaklega tregðu EFTA-ríkjanna við að lögfesta sameiginlegar reglur innri markaðar Evrópu. „Á Íslandi virðist vera við sérstakan vanda að glíma á sviði dýraheilbrigðismála og miklar tafir hafa verið á að taka löggjöf á því sviði upp í landsrétt,“ bendir hún á. Í ársskýrslunni kemur fram að ESA hafi þurft að höfða 17 mál fyrir EFTA-dómstólnum í fyrra vegna tafa á innleiðingu Evrópureglna. Metfjöldi, þar sem þrettán málanna voru á hendur Íslandi, þrjú gegn Noregi og eitt á hendur Liechtenstein. Óneitanlega vakna spurningar um hversu mikil alvara hafi fylgt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, sem vel að merkja hefur líka á stefnuskrá sinni að ekki skuli gengið inn í Evrópusambandið (né heldur gengið úr skugga um hvernig aðildarsamningur gæti litið út), þegar Evrópustefnan var kynnt.