Villimenn í Rómaveldi Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2015 10:00 Það er fátt meira gefandi en að verja landamærabæi Rómaveldis fyrir villimönnum. Total War serían er fyrir löngu orðin þekkt um allan heim fyrir að setja aðdáendur tölvuleikja í fótspor helstu hershöfðingja sögunnar. Hvort sem það er í Grikklandi til forna, Evrópu á miðöldum, heiminum á nýlendutímanum. Í fyrstu lítur Total War: Attila ekki út fyrir að hafa tekið miklum breytingum frá forvera sínum, Total War: Rome 2. Það er þó eingöngu við fyrstu sýn. Atli Húnakonungur stendur vel undir sjálfum sér. Leikurinn byrjar árið 395, þegar rómverska keisaraveldinu var skipt upp í tvo hluta. Kuldaskeið skellur á og hver ættbálkurinn á eftir öðrum setur stefnu sína á rík lönd í vesturhluta keisaraveldisins. Austrómverska keisaraveldið á einnig undir högg að sækja í austri og Húnar ógna landamærunum í norðri.Grafík leiksins er gífurlega flott, en framleiðendurnir, Creative Assembly, hafa gefið út að enn séu ekki til þrívíddarkort sem ráða við hámarksgrafík leiksins. Spilun leiksins er töluvert öðruvísi en gengur og gerist í Total War-seríunni. Spilarar hafa áður þurft að byggja upp sín eigin stórveldi frá byrjun. Núna byrjar maður hins vegar með mörg lönd þar sem ástandið er ekki gott og uppreisnarhópar og hungursneyð skjóta reglulega upp kollinum. Mögulegt er að spila sem báðir hlutar Rómaveldisins, Sassanídakeisaraveldið, Húnar eða Saxar og margir fleiri þjóðflokkar. Það er þó fátt meira gefandi en að takast að verja landamærabæi Rómaveldis fyrir villimönnum sem eru mun fleiri en þínir menn. Total War-serían er orðin stórveldi út af fyrir sig og Attila er hin fínasta viðbót. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Total War serían er fyrir löngu orðin þekkt um allan heim fyrir að setja aðdáendur tölvuleikja í fótspor helstu hershöfðingja sögunnar. Hvort sem það er í Grikklandi til forna, Evrópu á miðöldum, heiminum á nýlendutímanum. Í fyrstu lítur Total War: Attila ekki út fyrir að hafa tekið miklum breytingum frá forvera sínum, Total War: Rome 2. Það er þó eingöngu við fyrstu sýn. Atli Húnakonungur stendur vel undir sjálfum sér. Leikurinn byrjar árið 395, þegar rómverska keisaraveldinu var skipt upp í tvo hluta. Kuldaskeið skellur á og hver ættbálkurinn á eftir öðrum setur stefnu sína á rík lönd í vesturhluta keisaraveldisins. Austrómverska keisaraveldið á einnig undir högg að sækja í austri og Húnar ógna landamærunum í norðri.Grafík leiksins er gífurlega flott, en framleiðendurnir, Creative Assembly, hafa gefið út að enn séu ekki til þrívíddarkort sem ráða við hámarksgrafík leiksins. Spilun leiksins er töluvert öðruvísi en gengur og gerist í Total War-seríunni. Spilarar hafa áður þurft að byggja upp sín eigin stórveldi frá byrjun. Núna byrjar maður hins vegar með mörg lönd þar sem ástandið er ekki gott og uppreisnarhópar og hungursneyð skjóta reglulega upp kollinum. Mögulegt er að spila sem báðir hlutar Rómaveldisins, Sassanídakeisaraveldið, Húnar eða Saxar og margir fleiri þjóðflokkar. Það er þó fátt meira gefandi en að takast að verja landamærabæi Rómaveldis fyrir villimönnum sem eru mun fleiri en þínir menn. Total War-serían er orðin stórveldi út af fyrir sig og Attila er hin fínasta viðbót.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira