Verða í auglýsingu fyrir The Kooples Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 24. mars 2015 08:00 María Birta og Elli Vísir Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira