Innlent

Rúmur helmingur vill ekki draga aðildarumsóknina til baka

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Myndin er úr höfuðstöðvum Evrópusambandsins, en á skilti sem sér í bak við fánann stendur útgangur.
Myndin er úr höfuðstöðvum Evrópusambandsins, en á skilti sem sér í bak við fánann stendur útgangur. Nordicphotos/AFP
Af þeim sem afstöðu taka í nýjum þjóðarpúlsi Gallup eru 39 prósent hlynnt því að drta til baka umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild, en 51 prósent er því andvígur. Einn af hverjum tíu segist hvorki vera því hlynntur né andvígur.

Þá kemur fram í könnun Gallup að 73 prósent aðspurðra telja að ræða hefði átt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja að ESB áður en sambandinu var tilkynnt um hana. 27 prósent telja að óþarft hafi verið að ræað ákvörðunina fyrst.

Afstaða ólíkra þjóðfélagshóps virðist skiptast með svipuðum hætti og verið hefur í fyrri könnunum.

„Fólk hefur tilhneigingu til að vera hlynntara því að draga umsóknina til baka eftir því sem það er eldra,“ segir í umfjöllun Gallup. Þá séu íbúar landsbyggðarinnar hlynntari því að umsóknin verði dregin til baka en íbúar höfuðborgarsvæðisins. „Þeir sem hafa háskólamenntun eru síður hlynntir því að umsóknin sé dregin til baka en þeir sem hafa minni menntun að baki.“

Eins kemur fram að fólk sem styður ríkisstjórnina og myndi kjósa ríkisstjórnarflokkana ef kosið yrði til Alþingis nú sé hlynntara því að draga umsóknina til baka en fólk sem ekki styður ríkisstjórnina og myndi kjósa aðra flokka en stjórnarflokkana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×