Bandaríska stjórnarskráin og Ísland Þorvaldur Gylfason skrifar 9. apríl 2015 07:00 Stjórnarskrá Bandaríkjanna var umdeild frá byrjun eins og við var að búast. Hana sömdu 55 karlar, flestir lögfræðingar og eignamenn og sumir þrælahaldarar, t.d. George Washington, Thomas Jefferson og James Madison, sem allir urðu síðan forsetar Bandaríkjanna. Þrælar voru hvergi nefndir í stjórnarskránni. Ágreiningur stjórnlagaþingsfulltrúa um, hvort skoða bæri þræla sem fullgilt fólk eða ekki, var leystur með því að skoða hvern þræl sem 60% mann. Þetta skipti máli, þar eð í fimm af fylkjunum 13 námu þrælar frá fjórðungi mannfjöldans upp undir helming og fjöldi sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skyldi standa í réttu hlutfalli við mannfjöldann. Virginía var fjölmennust fylkjanna með fimmtung heildarmannfjöldans, sem var 3,6 milljónir, en Delaware var fámennasta fylkið með innan við 2%. Mesti munurinn á vægi atkvæða í kosningum til öldungadeildar þingsins, þar sem öll fylkin skyldu hafa tvo fulltrúa hvert, var því tífaldur eða þar um bil. Eintómir karlar, eignamenn, lögfræðingar og þrælahaldarar: Hversu líklegt má telja, að stjórnarskrá, sem þeir sömdu fyrir næstum 230 árum, haldi gildi sínu í samfélagi nútímans? Thomas Jefferson leit svo á, að hver kynslóð þyrfti að semja sér nýja stjórnarskrá. Hann skrifaði í bréfi til James Madison 1789: „Sérhver stjórnarskrá deyr eðlilegum dauðdaga eftir 19 ár.“ Það er trúlega engin tilviljun, að meðalending stjórnarskráa um heiminn er einmitt 19 ár.Veilurnar fjórar… Ég lýsti á þessum stað fyrir viku fjórum meintum stjórnskipunarveilum, sem hafa gefið Sanford Levinson prófessor í lagadeild Háskólans í Texas og ýmsum öðrum stjórnlagafræðingum tilefni til að mæla fyrir endurskoðun bandarísku stjórnarskrárinnar í stað þess að halda áfram að bæta við hana viðaukum og gera þannig úr henni stagbætta flík. Fyrsta veilan liggur í misvægi atkvæða. Nú er mesti munurinn á vægi atkvæða í kosningum til öldungadeildarinnar, þar sem öll fylkin hafa enn sem fyrr tvo fulltrúa hvert, ekki lengur tífaldur heldur 66-faldur. Kalifornía hefur fleiri íbúa en nemur samanlögðum íbúafjölda í 21 fámennustu fylkjanna. Hér er brotið enn gróflegar en áður gegn frumreglu lýðræðisins „einn maður, eitt atkvæði“ með áþreifanlegum afleiðingum. Frambjóðendur leiða Kaliforníu yfirleitt hjá sér, þar eð meiri hluti kjósenda þar styður yfirleitt demókrata. Í staðinn eltast frambjóðendur við kjósendur í miklu fámennari fylkjum. Önnur veilan felst í, að forsetinn getur beitt þingið neitunarvaldi á eigin spýtur án þess að skjóta ágreiningnum í dóm kjósenda. Þingið getur ekki vikið trausti rúnum forseta frá, nema hann brjóti lög. Forsetinn þarf ekki að fá meiri hluta atkvæða í kosningum (og jafnvel ekki flest atkvæði eins og gerðist 2000), þar eð stjórnarskráin leyfir ekki forsetakjör í tveim umferðum, þar sem kjósendur velja milli tveggja frambjóðenda í síðari umferð eins og tíðkast t.d. í Frakklandi. Þriðja veilan snýr að Hæstarétti. Frá 1970 hafa bandarískir hæstaréttardómarar að jafnaði setið 26 ár í embætti, en fram að því, 1789-1970, sátu þeir 15 ár hver að jafnaði. Þaulsætnum dómurum hættir til að tefja fyrir framgangi nútímalegra sjónarmiða. Örari endurnýjun dómara eftir föstum reglum, t.d. þannig, að elzti dómarinn víki fyrir nýjum dómara annað hvert ár, myndi tryggja endurnýjun til fulls á 18 ára fresti, þar eð dómararnir eru níu. Fjórða veilan snýr að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Aðeins 13 fylki af 50 með 4% kjósenda á landsvísu þarf til að koma í veg fyrir endurskoðun hennar. Það er bagalegt, þar eð einmitt fámennustu ríkin hafa mestan hag af fyrstu veilunni, ójöfnu vægi atkvæða. Fylkin 50 hafa sett sér stjórnarskrár. Stjórnarskrá New York kveður á um, að kosið sé um það á 20 ára fresti, hvort halda skuli stjórnlagaþing til að breyta stjórnarskránni. Þetta sjónarmið Jeffersons og heimsins á heildina litið nær ekki til stjórnarskrár Bandaríkjanna. Þess vegna mælir Sanford Levinson prófessor í Texas fyrir stjórnlagaþingi, þar sem fulltrúarnir séu valdir af handahófi úr þjóðskrá, þeir semji landinu nýja stjórnarskrá eða sníði a.m.k. gallana af gildandi stjórnarskrá og nýja stjórnarskráin sé síðan borin undir þjóðaratkvæði. Tillaga Levinsons er í aðalatriðum í samræmi við feril stjórnarskrármálsins hér heima frá 2009. Hann telur brýnt að halda Bandaríkjaþingi utan við ferlið líkt og gert var 1787-1788 til að girða fyrir hagsmunaárekstur og sjálftöku. Við bætist, að bandarísk stjórnmál eru ofurseld peningaöflum, einkum eftir að Hæstiréttur úrskurðaði 2014, að engin bönd megi leggja á framlög til stjórnmálastarfsemi. Þjóð, sem styðst við regluna „einn dollari, eitt atkvæði“ frekar en „einn maður, eitt atkvæði“, hlýtur að búa við þverrandi traust og þurfa að taka sér tak.…er ekki að finna í nýju stjórnarskránni Veilurnar í bandarísku stjórnarskránni, sem raktar voru að ofan, eiga sér hliðstæður í stjórnarskrá Íslands frá 1944. Nýja stjórnarskráin, sem kjósendur samþykktu með 2/3 hlutum atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, er á hinn bóginn laus við allar veilurnar fjórar. Við bætist, að beint lýðræði mun væntanlega draga úr vægi peningaafla á stjórnmálavettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Stjórnarskrá Bandaríkjanna var umdeild frá byrjun eins og við var að búast. Hana sömdu 55 karlar, flestir lögfræðingar og eignamenn og sumir þrælahaldarar, t.d. George Washington, Thomas Jefferson og James Madison, sem allir urðu síðan forsetar Bandaríkjanna. Þrælar voru hvergi nefndir í stjórnarskránni. Ágreiningur stjórnlagaþingsfulltrúa um, hvort skoða bæri þræla sem fullgilt fólk eða ekki, var leystur með því að skoða hvern þræl sem 60% mann. Þetta skipti máli, þar eð í fimm af fylkjunum 13 námu þrælar frá fjórðungi mannfjöldans upp undir helming og fjöldi sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skyldi standa í réttu hlutfalli við mannfjöldann. Virginía var fjölmennust fylkjanna með fimmtung heildarmannfjöldans, sem var 3,6 milljónir, en Delaware var fámennasta fylkið með innan við 2%. Mesti munurinn á vægi atkvæða í kosningum til öldungadeildar þingsins, þar sem öll fylkin skyldu hafa tvo fulltrúa hvert, var því tífaldur eða þar um bil. Eintómir karlar, eignamenn, lögfræðingar og þrælahaldarar: Hversu líklegt má telja, að stjórnarskrá, sem þeir sömdu fyrir næstum 230 árum, haldi gildi sínu í samfélagi nútímans? Thomas Jefferson leit svo á, að hver kynslóð þyrfti að semja sér nýja stjórnarskrá. Hann skrifaði í bréfi til James Madison 1789: „Sérhver stjórnarskrá deyr eðlilegum dauðdaga eftir 19 ár.“ Það er trúlega engin tilviljun, að meðalending stjórnarskráa um heiminn er einmitt 19 ár.Veilurnar fjórar… Ég lýsti á þessum stað fyrir viku fjórum meintum stjórnskipunarveilum, sem hafa gefið Sanford Levinson prófessor í lagadeild Háskólans í Texas og ýmsum öðrum stjórnlagafræðingum tilefni til að mæla fyrir endurskoðun bandarísku stjórnarskrárinnar í stað þess að halda áfram að bæta við hana viðaukum og gera þannig úr henni stagbætta flík. Fyrsta veilan liggur í misvægi atkvæða. Nú er mesti munurinn á vægi atkvæða í kosningum til öldungadeildarinnar, þar sem öll fylkin hafa enn sem fyrr tvo fulltrúa hvert, ekki lengur tífaldur heldur 66-faldur. Kalifornía hefur fleiri íbúa en nemur samanlögðum íbúafjölda í 21 fámennustu fylkjanna. Hér er brotið enn gróflegar en áður gegn frumreglu lýðræðisins „einn maður, eitt atkvæði“ með áþreifanlegum afleiðingum. Frambjóðendur leiða Kaliforníu yfirleitt hjá sér, þar eð meiri hluti kjósenda þar styður yfirleitt demókrata. Í staðinn eltast frambjóðendur við kjósendur í miklu fámennari fylkjum. Önnur veilan felst í, að forsetinn getur beitt þingið neitunarvaldi á eigin spýtur án þess að skjóta ágreiningnum í dóm kjósenda. Þingið getur ekki vikið trausti rúnum forseta frá, nema hann brjóti lög. Forsetinn þarf ekki að fá meiri hluta atkvæða í kosningum (og jafnvel ekki flest atkvæði eins og gerðist 2000), þar eð stjórnarskráin leyfir ekki forsetakjör í tveim umferðum, þar sem kjósendur velja milli tveggja frambjóðenda í síðari umferð eins og tíðkast t.d. í Frakklandi. Þriðja veilan snýr að Hæstarétti. Frá 1970 hafa bandarískir hæstaréttardómarar að jafnaði setið 26 ár í embætti, en fram að því, 1789-1970, sátu þeir 15 ár hver að jafnaði. Þaulsætnum dómurum hættir til að tefja fyrir framgangi nútímalegra sjónarmiða. Örari endurnýjun dómara eftir föstum reglum, t.d. þannig, að elzti dómarinn víki fyrir nýjum dómara annað hvert ár, myndi tryggja endurnýjun til fulls á 18 ára fresti, þar eð dómararnir eru níu. Fjórða veilan snýr að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Aðeins 13 fylki af 50 með 4% kjósenda á landsvísu þarf til að koma í veg fyrir endurskoðun hennar. Það er bagalegt, þar eð einmitt fámennustu ríkin hafa mestan hag af fyrstu veilunni, ójöfnu vægi atkvæða. Fylkin 50 hafa sett sér stjórnarskrár. Stjórnarskrá New York kveður á um, að kosið sé um það á 20 ára fresti, hvort halda skuli stjórnlagaþing til að breyta stjórnarskránni. Þetta sjónarmið Jeffersons og heimsins á heildina litið nær ekki til stjórnarskrár Bandaríkjanna. Þess vegna mælir Sanford Levinson prófessor í Texas fyrir stjórnlagaþingi, þar sem fulltrúarnir séu valdir af handahófi úr þjóðskrá, þeir semji landinu nýja stjórnarskrá eða sníði a.m.k. gallana af gildandi stjórnarskrá og nýja stjórnarskráin sé síðan borin undir þjóðaratkvæði. Tillaga Levinsons er í aðalatriðum í samræmi við feril stjórnarskrármálsins hér heima frá 2009. Hann telur brýnt að halda Bandaríkjaþingi utan við ferlið líkt og gert var 1787-1788 til að girða fyrir hagsmunaárekstur og sjálftöku. Við bætist, að bandarísk stjórnmál eru ofurseld peningaöflum, einkum eftir að Hæstiréttur úrskurðaði 2014, að engin bönd megi leggja á framlög til stjórnmálastarfsemi. Þjóð, sem styðst við regluna „einn dollari, eitt atkvæði“ frekar en „einn maður, eitt atkvæði“, hlýtur að búa við þverrandi traust og þurfa að taka sér tak.…er ekki að finna í nýju stjórnarskránni Veilurnar í bandarísku stjórnarskránni, sem raktar voru að ofan, eiga sér hliðstæður í stjórnarskrá Íslands frá 1944. Nýja stjórnarskráin, sem kjósendur samþykktu með 2/3 hlutum atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, er á hinn bóginn laus við allar veilurnar fjórar. Við bætist, að beint lýðræði mun væntanlega draga úr vægi peningaafla á stjórnmálavettvangi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun