Aðrir leiðtogar víkja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. maí 2015 07:00 Fyrirfram var búist við flókinni stöðu að loknum þingkosningum í Bretlandi: Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn yrðu jafnir og annar flokkurinn þyrfti að reiða sig á stuðning smærri flokka til að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Áhyggjurnar reyndust óþarfar. Íhaldsflokkurinn fær hreinan meirihluta og getur myndað ríkisstjórn einn og óstuddur. Úrslitin eru persónulegur stórsigur fyrir David Cameron forsætisráðherra. Hann fer frá því að vera forsætisráðherrann sem aldrei vann kosningar til þess að vera sá sem vann óvæntasta og sætasta sigur Íhaldsflokksins síðan Major sigraði Kinnock árið 1992. Útlit er fyrir að meirihluti íhaldsmanna verði tólf þingsæti. Á breska vísu telst það lítill meirihluti. Staðan núna er hins vegar önnur en áður. Bretland er varla tveggja flokka land lengur. Smærri flokkar á borð við UKIP, Græningja og Frjálslynda gera harðari atlögu en áður að þingsætum. Skotland er svo kapítuli út af fyrir sig – og er nú einkavígi Skoskra þjóðernissinna. Það markar þáttaskil í sögunni og ræður miklu um úrslitin. Freistandi er að draga þá ályktun að kjósendur hafi verðlaunað íhaldsmenn fyrir góða frammistöðu. Osbourne fjármálaráðherra hefur haldið fast um budduna og dregið verulega saman í ríkisrekstri. Aðrir hagvísar eru jákvæðir en breska hagkerfið er að mörgu leyti fyrirmynd annarra í Evrópu. Orðspor Osbournes hefur stórbatnað, en til viðbótar við styrka stjórn á ríkisfjármálunum stýrði hann kosningabaráttu Íhaldsflokksins af röggsemi. Íhaldsmenn nutu auðvitað góðs af afleitri frammistöðu andstæðinga sinna. Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, var ekki bara klaufalegur í framkomu, heldur þótti tefla fram úreltum vinstriboðskap sem ætlað var að slá auðveldar popúlískar keilur hjá kjósendum. Hendur Milibands voru að nokkru leyti bundnar, en þegar hann sigraði bróður sinn í formannskjöri, sótti hann bakland sitt í verkalýðsfélögin og hefur boðskapur hans litast og takmarkast af þeim tengslum. Ekki hjálpaði stórsigur þjóðernissinna í Skotlandi, sögulegu einkavígi Verkamannaflokksins. Frjálslyndir nánast þurrkuðust út og guldu þar fyrir eftirgjöf gagnvart Íhaldsflokknum í fráfarandi stjórnarsamstarfi. Það var svo sérstakt ánægjuefni að Breski sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins einn þingmann, og að formaður hans, Nigel Farage, skyldi ekki ná þingsæti. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð daginn eftir kosningar. Ed Miliband sagði af sér samdægurs og axlaði fulla ábyrgð á ósigrinum. Sama gerði Nick Clegg, formaður frjálslyndra, og Farage sjálfur. Það er freistandi fyrir lítið land að draga lærdóm af því sem fram fer hjá stærri þjóðum. Í því samhengi má velta fyrir sér í hvaða stöðu Samfylkingin væri hefði Árni Páll Árnason farið að fordæmi Milibands að loknum kosningum fyrir tveimur árum? Einnig er gleðiefni að kjósendur virðast hafa verðlaunað sigurvegarann fyrir góða frammistöðu í ríkisstjórn. Það eru skilaboð sem eiga erindi við lítið land þar sem kjósendur virðast telja að stjórnmálamenn séu með öllu ómögulegir. Sú er auðvitað ekki raunin. Við eigum að dæma stjórnmálamenn af verkum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Fyrirfram var búist við flókinni stöðu að loknum þingkosningum í Bretlandi: Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn yrðu jafnir og annar flokkurinn þyrfti að reiða sig á stuðning smærri flokka til að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Áhyggjurnar reyndust óþarfar. Íhaldsflokkurinn fær hreinan meirihluta og getur myndað ríkisstjórn einn og óstuddur. Úrslitin eru persónulegur stórsigur fyrir David Cameron forsætisráðherra. Hann fer frá því að vera forsætisráðherrann sem aldrei vann kosningar til þess að vera sá sem vann óvæntasta og sætasta sigur Íhaldsflokksins síðan Major sigraði Kinnock árið 1992. Útlit er fyrir að meirihluti íhaldsmanna verði tólf þingsæti. Á breska vísu telst það lítill meirihluti. Staðan núna er hins vegar önnur en áður. Bretland er varla tveggja flokka land lengur. Smærri flokkar á borð við UKIP, Græningja og Frjálslynda gera harðari atlögu en áður að þingsætum. Skotland er svo kapítuli út af fyrir sig – og er nú einkavígi Skoskra þjóðernissinna. Það markar þáttaskil í sögunni og ræður miklu um úrslitin. Freistandi er að draga þá ályktun að kjósendur hafi verðlaunað íhaldsmenn fyrir góða frammistöðu. Osbourne fjármálaráðherra hefur haldið fast um budduna og dregið verulega saman í ríkisrekstri. Aðrir hagvísar eru jákvæðir en breska hagkerfið er að mörgu leyti fyrirmynd annarra í Evrópu. Orðspor Osbournes hefur stórbatnað, en til viðbótar við styrka stjórn á ríkisfjármálunum stýrði hann kosningabaráttu Íhaldsflokksins af röggsemi. Íhaldsmenn nutu auðvitað góðs af afleitri frammistöðu andstæðinga sinna. Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, var ekki bara klaufalegur í framkomu, heldur þótti tefla fram úreltum vinstriboðskap sem ætlað var að slá auðveldar popúlískar keilur hjá kjósendum. Hendur Milibands voru að nokkru leyti bundnar, en þegar hann sigraði bróður sinn í formannskjöri, sótti hann bakland sitt í verkalýðsfélögin og hefur boðskapur hans litast og takmarkast af þeim tengslum. Ekki hjálpaði stórsigur þjóðernissinna í Skotlandi, sögulegu einkavígi Verkamannaflokksins. Frjálslyndir nánast þurrkuðust út og guldu þar fyrir eftirgjöf gagnvart Íhaldsflokknum í fráfarandi stjórnarsamstarfi. Það var svo sérstakt ánægjuefni að Breski sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins einn þingmann, og að formaður hans, Nigel Farage, skyldi ekki ná þingsæti. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð daginn eftir kosningar. Ed Miliband sagði af sér samdægurs og axlaði fulla ábyrgð á ósigrinum. Sama gerði Nick Clegg, formaður frjálslyndra, og Farage sjálfur. Það er freistandi fyrir lítið land að draga lærdóm af því sem fram fer hjá stærri þjóðum. Í því samhengi má velta fyrir sér í hvaða stöðu Samfylkingin væri hefði Árni Páll Árnason farið að fordæmi Milibands að loknum kosningum fyrir tveimur árum? Einnig er gleðiefni að kjósendur virðast hafa verðlaunað sigurvegarann fyrir góða frammistöðu í ríkisstjórn. Það eru skilaboð sem eiga erindi við lítið land þar sem kjósendur virðast telja að stjórnmálamenn séu með öllu ómögulegir. Sú er auðvitað ekki raunin. Við eigum að dæma stjórnmálamenn af verkum þeirra.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun