Stáltaugar og bein í nefinu eru nauðsyn 23. maí 2015 12:00 Helga Möller Vísir Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“ Eurovision Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“
Eurovision Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira