Tom Jones fagnar afmælinu á Íslandi Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. júní 2015 09:00 Söngvarinn Tom Jones er rosalega spenntur að koma til landsins en hann kom hingað til lands síðast árið 1990. nordicphotos/getty Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“ Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Í næstu viku er væntanlegur hingað til lands sjálfur kóngurinn Tom Jones, en hann heldur tónleika í Laugardalshöll 8. júní. „Ég er rosalega spenntur að koma. Síðast þegar ég kom árið 1990 þá söng ég á bar sem var nýopnaður. Það verður gaman að sjá hvað hefur breyst síðan ég kom síðast,“ sagði Tom hress í samtali við Fréttablaðið. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu þann 7. júní og hyggst eyða stóra deginum á Íslandi, en hann heldur tónleika í Danmörku kvöldið áður. „Ég ætla að eyða deginum hér, en hef ekki hugmynd um hvað ég geri. Það kemur í ljós,“ segir hann og hlær. Á tónleikunum ætlar hann að flytja nýtt efni í bland við það gamla. „Ég þakka guði fyrir það að ég er ekki einn af þeim listamönnum sem fá leið á gömlu lögunum sínum. En ég mun líka spila nýtt efni, setja það með. Mér finnst alltaf best að blanda þessu saman, gömlu og nýju.“Tom Jones og Anna Mjöll Ólafsdóttir eru félagar úr tónlistarbransanum.Þessa stundina vinnur Tom að nýju efni, en síðasta plata hans, Spirit in the Room, kom út 2012. Hana vann hann með upptökustjóranum Ethan Johns sem hefur meðal annars unnið með Kings of Leon, Ray LaMontagne og The Vaccines og vinna þeir einnig saman að nýju plötunni. „Mínu hlutverki í henni er eiginlega lokið,“ segir Tom og hlær. „Platan var tekin upp beint á band á gamla mátann. Það er endurnærandi að taka upp plötu aftur á þennan hátt og þetta tengdi mig aftur við ræturnar. Tónlistin verður meira lifandi þegar hún er tekin upp á þennan hátt, miklu meira ég.“ Í fyrra söng Tom með breska tónlistarmanninum Ed Sheeran og aðspurður hvað honum finnist um breska tónlist í dag segir hann mikið af mjög efnilegum tónlistarmönnum í bransanum í dag. „Ég myndi segja að bresk tónlist í dag væri mjög heilbrigð. Mikið af þessum strákum eins og Ed, Sam Smith og James Bay eru að semja sína eigin tónlist, gera sitt. Og svo geta þeir svo sannarlega sungið!“ Tom er einn dómara og leiðbeinanda í sjónvarpsþættinum The Voice og segir hann það hafa verið góða reynslu. „Við sem höfum verið í þessum bransa svona lengi vitum hvernig þessum krökkum líður, við höfum öll verið í þeirra sporum. Það er gott og gefandi að geta deilt þessari reynslu með þeim.“
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira