Í kröfuhörðum heimi tískutímarita Rikka skrifar 5. júní 2015 10:00 Vísir/Ernir og einkasafn Álfrún Pálsdóttir er ritstjóri íslenska tímaritsins Glamour. Hún hafði um árabil starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu þegar henni var boðin staða ritstjóra Glamour sem hún stökk á, enda lengi langað til að búa til tímarit um tísku á Íslandi. Blaðamaður heimsótti Álfrúnu á skrifstofu Glamour þar sem var mikið um að vera, enda spánýtt blað komið út og að mörgu að huga. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að segja já. Ég hef alltaf haft svo mikinn áhuga á tísku, byrjaði snemma að vinna umkringd fatnaði og tísku og hef í raun aldrei hætt. Það að svona stór titill vildi koma til Íslands var tækifæri sem ekki var hægt að hafna,“ segir Álfrún og brosir. Glamour er eitt af vinsælustu lífsstílstímaritum fyrir konur í heiminum í dag og íslenska útgáfan er nýjasta viðbótin. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu.Kröfuharðir yfirmenn „Mér var boðin ritstjórastaðan á meðan ég starfaði ennþá á Fréttablaðinu. Ég byrjaði á Fréttablaðinu 2006 og smitaðist af blaðamannabakteríunni. Svo mikið að ég fór í kjölfarið og lærði fjölmiðlafræði við Háskólann í Ósló þar sem ég bjó í fjögur ár og fór svo aftur á Fréttablaðið þegar ég kom heim, 2010.“Vísir/ErnirÁlfrún þurfti ekki bara samþykki yfirmanna hjá 365 heldur þurfti hún að heilla yfirmenn stærsta útgáfufélags í heimi, Condé Nast, sem eiga titilinn Glamour. „Þetta var langt og strangt þar sem ég fór í hvert starfsviðtalið á fætur öðru í gegnum Skype við hina ýmsu yfirmenn hjá Condé Nast. Á þeim tíma var ég nýkomin aftur á Fréttablaðið eftir fæðingarorlof og tekin við stöðu ritstjórnarfulltrúa, sá um innblað og helgarblaðið. Svo mátti ég náttúrulega ekki tala um þetta við neinn í marga mánuði, rétt hvíslaði þessu að sambýlismanninum fyrir svefninn. Skype-viðtölin út fara beint í reynslubankann. Þetta var eins og ferli til ættleiðingar, svo margar og persónulegar voru spurningarnar,“ segir Álfrún og hlær. ,,En þetta er auðvitað bara svona. Þetta fyrirtæki gefur út öll stærstu glanstímarit í heimi og hefur gríðarlega háan standard.“ Condé Nast gefur út tímarit á borð við Wired, GQ, Vogue, Traveller, Bon Appetit og Vanity Fair. Álfrún segir kröfurnar í kringum efnið í blaðið jafnframt miklar. „Við þurfum að fá hverja einustu ljósmynd samþykkta að utan, þýða greinarnar okkar svo þau skilji inntakið og samþykki. Þetta ferli hefur tekið á taugarnar á köflum, þar sem við erum oft ekki sammála um einstök atriði. En reynslan sem við höfum öðlast er náttúrulega eins og að fara í gegnum háskólanám. Það er aldrei neitt gefið eftir, sem er gott. En nú erum við nýbúin að gefa út þriðja tölublaðið og samskiptin orðin smurðari. Við erum farin að kunna betur hvert á annað og þannig verða sífellt færri nætur á skrifstofunni. Við reynum að afgreiða þetta áður en sólin sest núna og erum nánast hættar við að fjárfesta í svefnsófa fyrir ritstjórnina!“Vísir/EinkasafnÓmetanlegt að hafa góða með sér í liði En Álfrún starfar ekki ein að tímaritinu því þar eru góðir með henni í liði. „Já, ég er með geðveikt teymi með mér, þó ég segi sjálf frá! Ég er með heimsþekktan tískuljósmyndara, verðlaunablaðamann og útlitshönnuð sem hefur unnið fyrir risa vörumerki úti í heimi – og allt íslenskar stelpur! Ljósmyndarinn Silja Magg hefur myndað fyrir tímarit og vörumerki á borð við GQ Magazine, Harper's Bazaar, Marie Claire, ELLE, Barneys New York, Bloomingdale's og Moncrief, svo eitthvað sé nefnt. Regína Rourke, útlitshönnuður blaðsins, hefur gert auglýsingaherferðir fyrir Bloomingdales, DKNY, Gap og Proper Gang. Og unnið áður sem listrænn stjórnandi hjá Condé Nast en þá fyrir Style.com og Womens Wear Daily. Þeirra reynsla er dýrmæt inn í teymið. Rakel Tómasdóttir er hönnuður hjá okkur en hún byrjaði sem starfsnemi. Hún sýndi og sannaði að hún er næsta stjarna í grafískri hönnun – en svo er hún líka fimleikastjarna! Ólöf Skaftadóttir skrifar svo flestar burðargreinar í blaðið, en hún vann blaðamannaverðlaun fyrr í ár fyrir viðtal ársins í Fréttablaðinu,“ segir Álfrún og hefur augljóslega mikla trú á samstarfsfólki sínu. „Að ógleymdum skemmtilegasta auglýsingastjóra í Reykjavík og þótt víðar væri leitað, Hildi Einarsdóttur, en hana aðstoðar Kristjana G. Kristjánsdóttir. Við erum lítil ritstjórn, bara íslenskar stelpur sem höfum fulla trú á Glamour og skemmtum okkur vel saman.“Álfrún og fjölskyldanVísir/EinkasafnEr ég nægilega góð mamma? Þetta hljómar eins og mikil vinna, langar nætur á skrifstofunni og nýtt tímarit til að sýna og sanna fyrir landanum. Verður aldrei of mikið að gera? „Það er ekki of mikið þegar það er gaman. En auðvitað á ég í sömu krísu og allir útivinnandi foreldrar. Ég á tvö börn sem ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma með. Það er náttúrulega mikil vinna að koma einhverju svona af stað, og krefst mikillar viðveru. En við erum með fjölskylduvæna skrifstofu. Hérna koma börnin oft og eru með okkur á skrifstofunni. Í einni vinnuferðinni til Parísar sagði yfirmaður minn hjá Condé Nast að ég væri yngsti ritstjórinn þeirra í heiminum og spurði hvort ég væri ekki örugglega með góða barnfóstru!“ segir Álfrún og hlær. „Börnin eiga frábæran föður og við erum umkringd fólki sem getur hjálpað okkur. Annars gengi dæmið hreinlega ekki upp,“ segir Álfrún. „Ég var einmitt að ræða þetta við Ólöfu hér á skrifstofunni um daginn og úr varð burðargreinin í þessu tölublaði, þessi efi sem ég held að margar mæður upplifi líka: Er ég nægilega góð mamma? Ég hef oft spurt mig að þessu, sérstaklega þegar ég er á kafi í vinnu. En ég væri ekkert glöð ef ég hefði ekki nóg að gera – og er glöð mamma ekki betri en fúl mamma?“ segir Álfrún að lokum og hlær. Lífið Tengdar fréttir Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30 InstaGlamour: Bakvið tjöldin hjá Glamour Kíktu bak við tjöldin við vinnslu blaðsins með því að fylgjast með Glamour á Instagram. 20. maí 2015 10:57 Umtalaðar forsíður Caitlyn Jenner er ekki sú fyrsta til að eiga umtalaða forsíðumynd. 2. júní 2015 12:00 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Álfrún Pálsdóttir er ritstjóri íslenska tímaritsins Glamour. Hún hafði um árabil starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu þegar henni var boðin staða ritstjóra Glamour sem hún stökk á, enda lengi langað til að búa til tímarit um tísku á Íslandi. Blaðamaður heimsótti Álfrúnu á skrifstofu Glamour þar sem var mikið um að vera, enda spánýtt blað komið út og að mörgu að huga. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að segja já. Ég hef alltaf haft svo mikinn áhuga á tísku, byrjaði snemma að vinna umkringd fatnaði og tísku og hef í raun aldrei hætt. Það að svona stór titill vildi koma til Íslands var tækifæri sem ekki var hægt að hafna,“ segir Álfrún og brosir. Glamour er eitt af vinsælustu lífsstílstímaritum fyrir konur í heiminum í dag og íslenska útgáfan er nýjasta viðbótin. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu.Kröfuharðir yfirmenn „Mér var boðin ritstjórastaðan á meðan ég starfaði ennþá á Fréttablaðinu. Ég byrjaði á Fréttablaðinu 2006 og smitaðist af blaðamannabakteríunni. Svo mikið að ég fór í kjölfarið og lærði fjölmiðlafræði við Háskólann í Ósló þar sem ég bjó í fjögur ár og fór svo aftur á Fréttablaðið þegar ég kom heim, 2010.“Vísir/ErnirÁlfrún þurfti ekki bara samþykki yfirmanna hjá 365 heldur þurfti hún að heilla yfirmenn stærsta útgáfufélags í heimi, Condé Nast, sem eiga titilinn Glamour. „Þetta var langt og strangt þar sem ég fór í hvert starfsviðtalið á fætur öðru í gegnum Skype við hina ýmsu yfirmenn hjá Condé Nast. Á þeim tíma var ég nýkomin aftur á Fréttablaðið eftir fæðingarorlof og tekin við stöðu ritstjórnarfulltrúa, sá um innblað og helgarblaðið. Svo mátti ég náttúrulega ekki tala um þetta við neinn í marga mánuði, rétt hvíslaði þessu að sambýlismanninum fyrir svefninn. Skype-viðtölin út fara beint í reynslubankann. Þetta var eins og ferli til ættleiðingar, svo margar og persónulegar voru spurningarnar,“ segir Álfrún og hlær. ,,En þetta er auðvitað bara svona. Þetta fyrirtæki gefur út öll stærstu glanstímarit í heimi og hefur gríðarlega háan standard.“ Condé Nast gefur út tímarit á borð við Wired, GQ, Vogue, Traveller, Bon Appetit og Vanity Fair. Álfrún segir kröfurnar í kringum efnið í blaðið jafnframt miklar. „Við þurfum að fá hverja einustu ljósmynd samþykkta að utan, þýða greinarnar okkar svo þau skilji inntakið og samþykki. Þetta ferli hefur tekið á taugarnar á köflum, þar sem við erum oft ekki sammála um einstök atriði. En reynslan sem við höfum öðlast er náttúrulega eins og að fara í gegnum háskólanám. Það er aldrei neitt gefið eftir, sem er gott. En nú erum við nýbúin að gefa út þriðja tölublaðið og samskiptin orðin smurðari. Við erum farin að kunna betur hvert á annað og þannig verða sífellt færri nætur á skrifstofunni. Við reynum að afgreiða þetta áður en sólin sest núna og erum nánast hættar við að fjárfesta í svefnsófa fyrir ritstjórnina!“Vísir/EinkasafnÓmetanlegt að hafa góða með sér í liði En Álfrún starfar ekki ein að tímaritinu því þar eru góðir með henni í liði. „Já, ég er með geðveikt teymi með mér, þó ég segi sjálf frá! Ég er með heimsþekktan tískuljósmyndara, verðlaunablaðamann og útlitshönnuð sem hefur unnið fyrir risa vörumerki úti í heimi – og allt íslenskar stelpur! Ljósmyndarinn Silja Magg hefur myndað fyrir tímarit og vörumerki á borð við GQ Magazine, Harper's Bazaar, Marie Claire, ELLE, Barneys New York, Bloomingdale's og Moncrief, svo eitthvað sé nefnt. Regína Rourke, útlitshönnuður blaðsins, hefur gert auglýsingaherferðir fyrir Bloomingdales, DKNY, Gap og Proper Gang. Og unnið áður sem listrænn stjórnandi hjá Condé Nast en þá fyrir Style.com og Womens Wear Daily. Þeirra reynsla er dýrmæt inn í teymið. Rakel Tómasdóttir er hönnuður hjá okkur en hún byrjaði sem starfsnemi. Hún sýndi og sannaði að hún er næsta stjarna í grafískri hönnun – en svo er hún líka fimleikastjarna! Ólöf Skaftadóttir skrifar svo flestar burðargreinar í blaðið, en hún vann blaðamannaverðlaun fyrr í ár fyrir viðtal ársins í Fréttablaðinu,“ segir Álfrún og hefur augljóslega mikla trú á samstarfsfólki sínu. „Að ógleymdum skemmtilegasta auglýsingastjóra í Reykjavík og þótt víðar væri leitað, Hildi Einarsdóttur, en hana aðstoðar Kristjana G. Kristjánsdóttir. Við erum lítil ritstjórn, bara íslenskar stelpur sem höfum fulla trú á Glamour og skemmtum okkur vel saman.“Álfrún og fjölskyldanVísir/EinkasafnEr ég nægilega góð mamma? Þetta hljómar eins og mikil vinna, langar nætur á skrifstofunni og nýtt tímarit til að sýna og sanna fyrir landanum. Verður aldrei of mikið að gera? „Það er ekki of mikið þegar það er gaman. En auðvitað á ég í sömu krísu og allir útivinnandi foreldrar. Ég á tvö börn sem ég vildi að ég gæti eytt meiri tíma með. Það er náttúrulega mikil vinna að koma einhverju svona af stað, og krefst mikillar viðveru. En við erum með fjölskylduvæna skrifstofu. Hérna koma börnin oft og eru með okkur á skrifstofunni. Í einni vinnuferðinni til Parísar sagði yfirmaður minn hjá Condé Nast að ég væri yngsti ritstjórinn þeirra í heiminum og spurði hvort ég væri ekki örugglega með góða barnfóstru!“ segir Álfrún og hlær. „Börnin eiga frábæran föður og við erum umkringd fólki sem getur hjálpað okkur. Annars gengi dæmið hreinlega ekki upp,“ segir Álfrún. „Ég var einmitt að ræða þetta við Ólöfu hér á skrifstofunni um daginn og úr varð burðargreinin í þessu tölublaði, þessi efi sem ég held að margar mæður upplifi líka: Er ég nægilega góð mamma? Ég hef oft spurt mig að þessu, sérstaklega þegar ég er á kafi í vinnu. En ég væri ekkert glöð ef ég hefði ekki nóg að gera – og er glöð mamma ekki betri en fúl mamma?“ segir Álfrún að lokum og hlær.
Lífið Tengdar fréttir Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30 InstaGlamour: Bakvið tjöldin hjá Glamour Kíktu bak við tjöldin við vinnslu blaðsins með því að fylgjast með Glamour á Instagram. 20. maí 2015 10:57 Umtalaðar forsíður Caitlyn Jenner er ekki sú fyrsta til að eiga umtalaða forsíðumynd. 2. júní 2015 12:00 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30
InstaGlamour: Bakvið tjöldin hjá Glamour Kíktu bak við tjöldin við vinnslu blaðsins með því að fylgjast með Glamour á Instagram. 20. maí 2015 10:57
Umtalaðar forsíður Caitlyn Jenner er ekki sú fyrsta til að eiga umtalaða forsíðumynd. 2. júní 2015 12:00
60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02