Brotalöm kallar á naflaskoðun Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Fyrir rétt um viku var upplýst hér á síðum blaðsins að nemandi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefði útskrifast eftir að hafa skilað inn lokaritgerð til BS-prófs með skálduðum viðtölum við heimildarfólk. Ritgerðarefnið var hversu vænlegt væri að reka ákveðna tegund hótel- og gistiaðstöðu á Suðurlandi. Boltinn fór að rúlla þegar Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá, fór að spyrjast fyrir um ritgerðina og ummæli sem þar voru eftir honum höfð, en hann kannaðist ekkert við. Frá fyrstu frétt hefur smám saman verið að fyllast betur í þá mynd hversu broguð þessi blessaða ritgerð er. Ekki er nóg með að hún sé uppfull af rit- og málvillum heldur hafa fleiri viðmælendur ekkert kannast við að við þá hafi verið rætt og aðrar heimildir og hugmyndir virðist höfundur hafa gert að sínum án þess að heimilda væri getið. Þarna er vissulega um sorgarsögu að ræða fyrir þann nemanda sem um ræðir. Það er hins vegar ekki óþekkt að nemendur reyni að hafa rangt við í prófum og verkefnaskilum. Skólar hafa ákveðna ferla og vinnureglur til að taka á slíku. Þannig lætur Harvard-háskóli í Bandaríkjunum (eða lét að minnsta kosti í eina tíð samkvæmt skrifum The Harvard Crimson) þess getið á útskriftarplöggum nemenda, auk útskriftargagna og meðmælabréfa, hafi þeir orðið uppvísir að ritstuldi. Þá gætu nemendur vestra, eftir því hvað brot telst alvarlegt, átt von á því að námsstyrkir yrðu afturkallaðir, einingar felldar niður, eða þeim vísað úr skólanum. Þannig máttu um og yfir 125 nemendur í Harvard þola rannsókn vegna prófsvindls árið 2012, eftir að þeir öpuðu hver eftir öðrum svör. Um helmingnum var svo vísað úr skóla. Raunverulegur skandall þessa máls sem upp kom við Háskóla Íslands er hins vegar ekki svindlið sjálft, heldur að nemandinn skyldi komast upp með svikin að því marki að hann fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist frá deildinni með fyrstu einkunn, eftir því sem næst verður komist. Til að bíta höfuðið af skömminni upplýstist svo í fyrradag að hjá viðskiptafræðideild Háskólans væri til rannsóknar annað ritstuldarmál vegna nemanda sem útskrifaðist 2012. Árið 2006 setti Háskóli Íslands sér markmið um að komast á lista yfir 100 bestu háskóla heims og markaði sérstaka stefnu í þeim efnum næstu fimm ár eða svo. Markmiðið hefur ekki náðst þótt skólinn hafi fyrir vikið náð inn á lista yfir 300 bestu skóla í heiminum. (Féll reyndar út af þeim lista aftur í fyrra.) Svikamál þau sem fjallað hefur verið um upp á síðkastið vekja áleitnar spurningar um hvort enn lengra kunni að vera í land fyrir Háskólann en margur hefði talið. Ágætar einkunnir fyrir handarbakavinnubrögð (og svindl) í ritgerðarsmíð varpa skugga á próf og lokaverkefni allra við þessa deild og jafnvel skólann allan. Samviskusamir nemendur sem lagt hafa sig fram geta ekki verið ánægðir með að einhverjir slóðar útskrifist frá sama skóla með svipaða einkunn og þeir. Í það minnsta er ljóst að mál þessi gefa tilefni til alvöru rannsóknar í skólanum, þó ekki væri nema til að útiloka að um meira sé að ræða en einstök tilvik og afglöp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Fyrir rétt um viku var upplýst hér á síðum blaðsins að nemandi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefði útskrifast eftir að hafa skilað inn lokaritgerð til BS-prófs með skálduðum viðtölum við heimildarfólk. Ritgerðarefnið var hversu vænlegt væri að reka ákveðna tegund hótel- og gistiaðstöðu á Suðurlandi. Boltinn fór að rúlla þegar Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá, fór að spyrjast fyrir um ritgerðina og ummæli sem þar voru eftir honum höfð, en hann kannaðist ekkert við. Frá fyrstu frétt hefur smám saman verið að fyllast betur í þá mynd hversu broguð þessi blessaða ritgerð er. Ekki er nóg með að hún sé uppfull af rit- og málvillum heldur hafa fleiri viðmælendur ekkert kannast við að við þá hafi verið rætt og aðrar heimildir og hugmyndir virðist höfundur hafa gert að sínum án þess að heimilda væri getið. Þarna er vissulega um sorgarsögu að ræða fyrir þann nemanda sem um ræðir. Það er hins vegar ekki óþekkt að nemendur reyni að hafa rangt við í prófum og verkefnaskilum. Skólar hafa ákveðna ferla og vinnureglur til að taka á slíku. Þannig lætur Harvard-háskóli í Bandaríkjunum (eða lét að minnsta kosti í eina tíð samkvæmt skrifum The Harvard Crimson) þess getið á útskriftarplöggum nemenda, auk útskriftargagna og meðmælabréfa, hafi þeir orðið uppvísir að ritstuldi. Þá gætu nemendur vestra, eftir því hvað brot telst alvarlegt, átt von á því að námsstyrkir yrðu afturkallaðir, einingar felldar niður, eða þeim vísað úr skólanum. Þannig máttu um og yfir 125 nemendur í Harvard þola rannsókn vegna prófsvindls árið 2012, eftir að þeir öpuðu hver eftir öðrum svör. Um helmingnum var svo vísað úr skóla. Raunverulegur skandall þessa máls sem upp kom við Háskóla Íslands er hins vegar ekki svindlið sjálft, heldur að nemandinn skyldi komast upp með svikin að því marki að hann fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina og útskrifaðist frá deildinni með fyrstu einkunn, eftir því sem næst verður komist. Til að bíta höfuðið af skömminni upplýstist svo í fyrradag að hjá viðskiptafræðideild Háskólans væri til rannsóknar annað ritstuldarmál vegna nemanda sem útskrifaðist 2012. Árið 2006 setti Háskóli Íslands sér markmið um að komast á lista yfir 100 bestu háskóla heims og markaði sérstaka stefnu í þeim efnum næstu fimm ár eða svo. Markmiðið hefur ekki náðst þótt skólinn hafi fyrir vikið náð inn á lista yfir 300 bestu skóla í heiminum. (Féll reyndar út af þeim lista aftur í fyrra.) Svikamál þau sem fjallað hefur verið um upp á síðkastið vekja áleitnar spurningar um hvort enn lengra kunni að vera í land fyrir Háskólann en margur hefði talið. Ágætar einkunnir fyrir handarbakavinnubrögð (og svindl) í ritgerðarsmíð varpa skugga á próf og lokaverkefni allra við þessa deild og jafnvel skólann allan. Samviskusamir nemendur sem lagt hafa sig fram geta ekki verið ánægðir með að einhverjir slóðar útskrifist frá sama skóla með svipaða einkunn og þeir. Í það minnsta er ljóst að mál þessi gefa tilefni til alvöru rannsóknar í skólanum, þó ekki væri nema til að útiloka að um meira sé að ræða en einstök tilvik og afglöp.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun