Losun hafta: Málið leyst? Þorvaldur Gylfason skrifar 18. júní 2015 10:07 Ríkisstjórnin hefur nú loksins lagt fram áætlun um losun gjaldeyrishafta næstum sjö árum eftir hrun. Það er léttir í ljósi forsögunnar þar eð oddvitar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hafa undangengin misseri talað út og suður um höftin. Greinargerðir ríkisstjórnarinnar virðast bera höfundareinkenni erlendra sérfræðinga. Mér og ýmsum öðrum var kynnt málið í bréfi frá brezkum lögmanni. Bréfið hefst á orðunum (þýðing mín): „Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands er mér ánægja að kynna tvö lagafrumvörp efnahags- og fjármálaráðherra …“ Í ensku fylgiskjölunum kemur ýmislegt fram sem oddvitum ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið tamt að tala um. Þar segir m.a. (þýðing mín): „Bankahrunið á Íslandi er hið mesta sem nokkurt land hefur staðið frammi fyrir miðað við stærð hagkerfisins. … Embætti Sérstaks saksóknara hefur ákært bankamenn vegna hrunsins í opnu og gagnsæju ferli og … stuðlað að því að breyta viðskiptamenningunni og endurreisa traust almennings með því að tryggja að fjármálageirinn sé látinn sæta ábyrgð á gerðum sínum.“ Umfjöllun um ákærur Sérstaks saksóknara á hendur bankamönnum er hvergi að finna í athugasemdum við frumvarpið á Alþingi, enda væri það eins og að nefna snöru í hengds manns húsi.Snjóhengjan Vandinn sem við er að glíma er vel þekktur. Það er ekki til gjaldeyrir í landinu til að leysa út krónueignir kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna svo að kröfuhafarnir geti flutt fé sitt úr landi. Um þetta segir í greinargerð ríkisstjórnarinnar (þýðing mín): „Afleiðingar losunar hafta án viðeigandi undirbúnings yrðu gengishrun krónunnar, nær fordæmalaus verðbólgugusa, flóðbylgja gjaldþrota og efnahagslegur óstöðugleiki. ... Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans er aðeins dropi í hafið borið saman við gjaldeyrisútflæðið sem vænta mætti væri höftunum aflétt án undirbúnings.“ Þetta er snjóhengjan svo nefnd sem nú er talin nema um 60% af landsframleiðslu. Til samanburðar nemur gjaldeyrisforði Seðlabankans um 25% af landsframleiðslu. Í þessu ljósi er vert að rifja það upp að aðalefnahagsráðgjafi fjármálaráðherra hefur á prenti mælt með afnámi gjaldeyrishafta án fyrirvaranna að framan. Hvað sem því líður felst fyrirhugaður undirbúningur að losun haftanna í að tilkynna kröfuhöfum að þeir þurfi að skiljast við rösklega helming snjóhengjunnar fyrir árslok 2015 ella verði eignir þeirra skattlagðar að sama skapi til að aftra útstreymi gjaldeyris og gengisfalli krónunnar. Þetta er stundum kallað klipping.Lagahlið málsins Líklegt hefur sýnzt frá upphafi að einhverjir kröfuhafar myndu leita réttar síns fyrir dómstólum innan lands eða utan teldu þeir skattlagningu eigna þeirra vera sértæka frekar en almenna og fela í sér mismunun. Um þetta lykilatriði er fjallað í athugasemdum við frumvarpið á Alþingi, en ekki í ensku greinargerðunum. Hafi ríkisstjórnin gengið úr skugga um að þessi hætta sé úr sögunni sem virðist ólíklegt kemur það hvergi fram. Krónan nýtur ekki trausts Ef kröfuhafar sætta sig við sinn hlut og snjóhengjan bráðnar, stendur samt sem áður eftir óleystur vandi. Vandinn er að krónan nýtur ekki almenns trausts heima fyrir eftir allt sem á undan er gengið og getur ekki heldur frekar en áður í ljósi smæðar hagkerfisins orðið gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Því virðist líklegt að losun hafta leiði að öðru jöfnu til gjaldeyrisútstreymis úr landi óháð snjóhengjunni. Á móti þessu kunna að koma endurvakin vaxtamunarviðskipti með því að erlendum sparifjáreigendum verður aftur frjálst eins og fyrir hrun að leggja fé sitt inn á íslenzka hávaxtareikninga. Hvorki ríkisstjórnin né Seðlabankinn virðast af gögnum málsins ráðgera nauðsynlegar hraðahindranir eða annan viðbúnað til að aftra nýju hruni, t.d. með skattlagningu vaxtamunarviðskipta (t.a.m. með Tobin-skatti sem kenndur er við Nóbelsverðlaunahafann James Tobin). Við bætist að framtíðarskipan peningamála og bankamála er óráðin enn. Í ljósi alls þessa og fyrri reynslu virðast digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnvalda og ráðgjafa þeirra („Við hittum tvisvar í mark með sömu byssukúlunni“ og „Efnahagsleg endurreisn Íslands verður kennd við Harvard í framtíðinni“) ekki eiga vel við að svo stöddu. Spyrjum heldur að leikslokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur nú loksins lagt fram áætlun um losun gjaldeyrishafta næstum sjö árum eftir hrun. Það er léttir í ljósi forsögunnar þar eð oddvitar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hafa undangengin misseri talað út og suður um höftin. Greinargerðir ríkisstjórnarinnar virðast bera höfundareinkenni erlendra sérfræðinga. Mér og ýmsum öðrum var kynnt málið í bréfi frá brezkum lögmanni. Bréfið hefst á orðunum (þýðing mín): „Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands er mér ánægja að kynna tvö lagafrumvörp efnahags- og fjármálaráðherra …“ Í ensku fylgiskjölunum kemur ýmislegt fram sem oddvitum ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið tamt að tala um. Þar segir m.a. (þýðing mín): „Bankahrunið á Íslandi er hið mesta sem nokkurt land hefur staðið frammi fyrir miðað við stærð hagkerfisins. … Embætti Sérstaks saksóknara hefur ákært bankamenn vegna hrunsins í opnu og gagnsæju ferli og … stuðlað að því að breyta viðskiptamenningunni og endurreisa traust almennings með því að tryggja að fjármálageirinn sé látinn sæta ábyrgð á gerðum sínum.“ Umfjöllun um ákærur Sérstaks saksóknara á hendur bankamönnum er hvergi að finna í athugasemdum við frumvarpið á Alþingi, enda væri það eins og að nefna snöru í hengds manns húsi.Snjóhengjan Vandinn sem við er að glíma er vel þekktur. Það er ekki til gjaldeyrir í landinu til að leysa út krónueignir kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna svo að kröfuhafarnir geti flutt fé sitt úr landi. Um þetta segir í greinargerð ríkisstjórnarinnar (þýðing mín): „Afleiðingar losunar hafta án viðeigandi undirbúnings yrðu gengishrun krónunnar, nær fordæmalaus verðbólgugusa, flóðbylgja gjaldþrota og efnahagslegur óstöðugleiki. ... Hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans er aðeins dropi í hafið borið saman við gjaldeyrisútflæðið sem vænta mætti væri höftunum aflétt án undirbúnings.“ Þetta er snjóhengjan svo nefnd sem nú er talin nema um 60% af landsframleiðslu. Til samanburðar nemur gjaldeyrisforði Seðlabankans um 25% af landsframleiðslu. Í þessu ljósi er vert að rifja það upp að aðalefnahagsráðgjafi fjármálaráðherra hefur á prenti mælt með afnámi gjaldeyrishafta án fyrirvaranna að framan. Hvað sem því líður felst fyrirhugaður undirbúningur að losun haftanna í að tilkynna kröfuhöfum að þeir þurfi að skiljast við rösklega helming snjóhengjunnar fyrir árslok 2015 ella verði eignir þeirra skattlagðar að sama skapi til að aftra útstreymi gjaldeyris og gengisfalli krónunnar. Þetta er stundum kallað klipping.Lagahlið málsins Líklegt hefur sýnzt frá upphafi að einhverjir kröfuhafar myndu leita réttar síns fyrir dómstólum innan lands eða utan teldu þeir skattlagningu eigna þeirra vera sértæka frekar en almenna og fela í sér mismunun. Um þetta lykilatriði er fjallað í athugasemdum við frumvarpið á Alþingi, en ekki í ensku greinargerðunum. Hafi ríkisstjórnin gengið úr skugga um að þessi hætta sé úr sögunni sem virðist ólíklegt kemur það hvergi fram. Krónan nýtur ekki trausts Ef kröfuhafar sætta sig við sinn hlut og snjóhengjan bráðnar, stendur samt sem áður eftir óleystur vandi. Vandinn er að krónan nýtur ekki almenns trausts heima fyrir eftir allt sem á undan er gengið og getur ekki heldur frekar en áður í ljósi smæðar hagkerfisins orðið gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Því virðist líklegt að losun hafta leiði að öðru jöfnu til gjaldeyrisútstreymis úr landi óháð snjóhengjunni. Á móti þessu kunna að koma endurvakin vaxtamunarviðskipti með því að erlendum sparifjáreigendum verður aftur frjálst eins og fyrir hrun að leggja fé sitt inn á íslenzka hávaxtareikninga. Hvorki ríkisstjórnin né Seðlabankinn virðast af gögnum málsins ráðgera nauðsynlegar hraðahindranir eða annan viðbúnað til að aftra nýju hruni, t.d. með skattlagningu vaxtamunarviðskipta (t.a.m. með Tobin-skatti sem kenndur er við Nóbelsverðlaunahafann James Tobin). Við bætist að framtíðarskipan peningamála og bankamála er óráðin enn. Í ljósi alls þessa og fyrri reynslu virðast digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnvalda og ráðgjafa þeirra („Við hittum tvisvar í mark með sömu byssukúlunni“ og „Efnahagsleg endurreisn Íslands verður kennd við Harvard í framtíðinni“) ekki eiga vel við að svo stöddu. Spyrjum heldur að leikslokum.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun