Glanni glæpur með græna fingur Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2015 09:00 Leikarinn Stefán Karl Stefánsson kann vel við sig í garðinum, þar sem hann ræktar alls kyns grænmeti. Hann er á leið í nám í ylrækt. vísir/andri marinó Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“ Garðyrkja Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk á dögunum inngöngu í nám á umhverfisskipulagsbraut við Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þetta er nám í ylrækt en það byrjar reyndar ekki fyrr en 2016 en áhugasviðið snýr að ylræktinni og umhverfis- og náttúruskipulagi. Ég byrja í náttúruskipulaginu og þaðan ætla ég að vinna hægt og rólega yfir í ylrækt,“ segir Stefán alsæll með inngönguna. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á garðyrkju og er fullur tilhlökkunar. „Ég bauðst til þess að búa til garð fyrir fólkið sem við leigjum af og ýtti það enn frekar undir áhugann og hlakka ég mikið til að hefja námið,“ segir Stefán. Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur. „Þessi sérstaki síberíubambus er í raun gras og það má því segja að ég rækti gras,“ bætir Stefán við og hlær.Í garðinum er hann með tíu fermetra gróðurhús og ræktar þar meðal annars tómata, kartöflur, blómkál, síberískan bambus og ýmsar plöntur.vísir/andri marinóHann lítur á Ísland sem matarkistu norðursins og vill leggja sitt af mörkum í ylræktinni hér á landi. „Hinum íslensku ylræktendum veitir ekkert af liðstyrk til að tryggja fæðuöryggi okkar og vil ég því leggja hönd á plóg,“ segir Stefán léttur í lundu. Hann gerir ráð fyrir að garðyrkjan taki við af leiklistinni í framtíðinni. „Ég geri ráð fyrir að leiklistin muni víkja hægt og rólega fyrir ylræktinni. Þarna er maður að fara úr einu láglaunastarfinu í annað,“ segir Stefán og hlær. „Leiklist á Íslandi er að verða eins og hobbí, ef þú horfir á laun og framtíðarhorfur. Þetta er að verða eins og fyrir árið 1950, þegar menn unnu í banka á daginn og léku kvöldin, maður þarf að fara að finna sér vinnu,“ útskýrir Stefán. Stefán er hér einbeittur við að reyta arfa í garðinum.vísir/andri marinóHann er þó ekki alveg fluttur heim til Íslands þótt hann sé að hefja nám og verður hann því í fjarnámi til að byrja með. „Ég er að fara til Bandaríkjanna í júlí að leika og svo verð ég að leika Grinch í vetur í Bandaríkjunum,“ segir Stefán, sem er að hluta búsettur í San Francisco. Þetta er jafnframt áttunda árið sem hann bregður sér í líki Grinch vestanhafs. Þá leikur hann einnig heil níu hlutverk í Hróa hetti, í uppfærslu Vesturports í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt er í september. Stefán vill reyna að gera eins mikið og hann getur í lífinu og er ánægður með hafa fundið sína hillu. „Að öllu gríni slepptu þá hef ég ekki haft þá grillu að maður geti gert bara einn hlut. Ég vil reyna að gera eins mikið og ég mögulega get í þessu lífi, vegna þess að ég trúi ekki á líf eftir dauðann.“
Garðyrkja Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið