Ná þarf samningum um orku til álvers í Skagabyggð Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Wang Hongquian, forstjóri NFC, og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa, handsala samstarfið. Að baki þeim standa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Zhan Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, auk fulltrúa sveitarstjórna á Norðurlandi vestra, NFC og Kínverska þróunarbankans. Mynd/Klappir Development Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur. Skagabyggð Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um fjármögnun byggingar 120 þúsund tonna álvers á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Undir yfirlýsinguna rituðu fulltrúar Klappa Development og China Nonferrous Metal Industry's Foreign Engineering and Construction (NFC) í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. „Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna (780 milljónir Bandaríkjadala). Áætlanir gera ráð fyrir 240 varanlegum störfum í álveri Klappa og allt að 800 tímabundnum störfum á byggingartíma,“ segir í tilkynningu Klappa og NFC. Þá er haft eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Kletts, að framboð á nauðsynlegri orku muni svo ráða því hvenær hægt verði að hefja rekstur álvers að Hafursstöðum.Ketill SigurjónssonKetill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, sem heldur úti Orkublogginu, segir einfaldlega verða að koma í ljós hvernig svona fyrirtæki gangi að verða sér úti um orku. Íslensk orkufyrirtæki hafi lýst því yfir að hún sé af skornum skammti. „Áliðnaður er orkufrekasti iðnaður í heiminum og þú byggir ekki álver nema að tryggja þér mikið magn af orku til langs tíma á mjög lágu verði,“ segir hann. Síðan verði að koma í ljós hvort hér á landi sé að finna orkufyrirtæki sem tilbúið sé til að selja orku á mjög lágu verði til langs tíma. „En það tekur tíma að reisa álver og á sama tíma væri kannski hægt að reisa virkjun fyrir álver.“ Um slíkt þurfi að nást samningar. „En á meðan ekki hefur verið tilkynnt um slíka samninga er voða lítið um þetta hægt að segja. Þá er þetta bara svona hugmynd og menn verða svo bara að halda áfram með hugmyndina sína.“ Í tilkynningu Klappa og NFC kemur fram að viljayfirlýsingin byggi meðal annars á samstarfssamningi á milli sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og Klappa Development, en þar hafi Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnaþing vestra ákveðið að starfa með Blönduósbæ, Húnavatnshreppi, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð, sem áður höfðu undirritað samstarfssamning við Klappir um uppbyggingu og rekstur álvers að Hafursstöðum. Þá ábyrgist NFC fjármögnun að minnsta kosti 70 prósenta kostnaðar við framkvæmdina og uppbyggingu innviða í gegnum kínverska eða aðra banka, auk þess að ábyrgjast byggingu allra mannvirkja sem og rekstur álversins meðan á uppkeyrslu þess stendur.
Skagabyggð Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira