Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 8. júlí 2015 06:30 Vísir/Getty Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Gunnar Nelson fær gullið tækifæri til þess að stimpla sig inn með látum í Bandaríkjunum á laugardag er hann þreytir frumraun sína í UFC hér í landi. Þá mætir hann heimamanninum Brandon Thatch í bardaga sem fyrir fram er talinn vera afar jafn. UFC-kvöldið á laugardag er það stærsta á árinu hjá UFC og það stærsta frá upphafi að mati margra. Barist verður um tvo titla og aðrir bardagar kvöldsins eru heldur ekkert slor. Stjarna kvöldsins og aðalaðdráttaraflið er Írinn kjaftfori Conor McGregor. Hann er mikill Íslandsvinur. Æfði hjá Mjölni og er æfingafélagi Gunnars. Þeir búa saman í stórri villu hér rétt fyrir utan Las Vegas og hafa æft saman síðasta mánuðinn. Svo mikla trú hafa forráðamenn UFC á Gunnari að þeir settu bardaga hans sem einn af aðalbardögum kvöldsins. Bardagi hans er fjórði síðasti bardagi kvöldsins. Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar mann sem vonandi nýtir tækifærið vel. Það vilja allir bardagakappar í UFC vera með á þessu kvöldi en aðeins útvaldir fá að keppa. Hinir koma á svæðið og hitta aðdáendur víða um bæ og reyna að minna á sig. Í kringum þetta bardagakvöld er mikil dagskrá sem hófst í gær og mun standa út sunnudag. Þetta er „Super Bowl“ vika þeirra UFC-manna. Það verða alls konar uppákomur alla vikuna og svo ráðstefna þar sem hægt verður að hitta stjörnurnar og gera margt annað skemmtilegt. Mikil upplifun fyrir alla sem hingað koma í vikunni. Hér í Las Vegas er allt af annarri stærðargráðu en fólk á almennt að venjast og fjölmiðlaáhuginn er gríðarlegur. Allir stærstu viðburðirnir fara fram á MGM Grand-hótelinu og bardagakvöldið í MGM Grand Garden Arena. Það er sögufrægur salur þar sem allir stærstu boxbardagar síðustu ára hafa farið fram. Þar börðust meðal annars Floyd Mayweather og Manny Pacqiuao á dögunum. Salurinn tekur um 17 þúsund manns í sæti og komast færri að en vilja. Miðarnir voru líka ekkert ódýrir en á dögunum var verið að selja dýrustu miðana á yfir 300 þúsund krónur. Þetta verður magnaður viðburður sem enginn ætti að missa af.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Pistillinn Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sjá meira
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01
Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30