Hræddir um sérhagsmuni Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. júlí 2015 07:00 Mikil eftirspurn er eftir leigubílaþjónustunni Uber á Íslandi. Nú hafa safnast nægilega margar undirskriftir svo fyrirtækið gæti boðið þjónustu sína í Reykjavík. Í vikunni sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra vera talsmaður aukins frelsis á íslenskum leigubílamarkaði. Aðspurð um snjallsímaforritið Uber sagðist hún hrifin af þjónustunni. Æskilegt væri að kanna hvort auka mætti frelsi á markaðnum. Leigubílaakstur á Íslandi er leyfisskyld starfsemi. Útgáfa leyfa er háð fjöldatakmörkunum. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi geta ekið leigubíl. Leyfishafar þurfa að tengjast einhverri þeirra bifreiðastöðva sem reknar eru í landinu. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd og virðist verðmiðinn óháður gæðum bifreiða og reynslu ökumanna. Raunveruleg samkeppni er engin. Takmarkanir á leigubílamarkaði hafa löngum verið umdeildar. OECD og Samkeppniseftirlitið hafa lagst harðlega gegn aðgangshindrunum og segja engin rök styðja áframhaldandi fjöldatakmarkanir – þær þjóni ekki hagsmunum neytenda, brengli markaðinn og takmarki samkeppni. Stofnanirnar eru hvattar til aukins frjálsræðis – slíkt muni hafa jákvæð áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Stjórnendur bifreiðastöðva taka ekki í sama streng. Þeir segja ummælin fásinnu og stofnanirnar ganga erinda peningastefnu í samfélaginu. Framkvæmdastjóri Hreyfils gengur enn lengra og segir aukið frjálsræði skapa vettvang fyrir eiturlyfjasölu, nauðganir og aðra glæpastarfsemi. Ljóst er að alvarlegar samkeppnishindranir ríkja á íslenskum leigubílamarkaði. Fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfi voru upphaflega settar að beiðni Hreyfils. Takmarkanirnar höfðu í för með sér vernd sérhagsmuna – tilgangurinn ávallt sá að tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnastöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn var aldrei sá að vernda neytendur. Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna slær því ryki í augu neytenda. Snjallsímaforritið Uber er mörgum kunnugt. Fyrirtækið er nú starfrækt í um 250 borgum og býður viðskiptavinum hagstæða leigubílaþjónustu. Bílstjórar aka eigin bifreiðum og eru ekki leyfisskyldir. Fyrirtækið setur þó strangar gæðakröfur hvað varðar aldur bifreiða og feril ökumanna. Íslenska leigubílastöðin Taxi Service hyggst nú bjóða viðskiptavinum leyfisskylda ökuþjónustu með sambærilegu snjallsímaforriti. Það er fagnaðarefni þegar fyrirtæki bæta þjónustu sína og gera aðgengið notendavænna. Ný þjónustuleið breytir þó engu um þær samkeppnishömlur sem enn ríkja á markaðnum. Samkeppni hefur margsinnis fært neytendum betri þjónustu og aukna hagkvæmni. Það er gömul saga og ný. Þá hreyfa veitendur eldri þjónustu yfirleitt andmælum – hræddir um eigin sérhagsmuni. Neytendur víðs vegar um heim virðast sáttir við snjallsímaforritið Uber – þjónustan sé traust, hagstæð og notendavæn. Framkvæmdastjóri Hreyfils lýsir þó enn frekari áhyggjum af þjónustunni – erfitt verði að bera fram kvartanir, fá endurgreiðslu eða heiðarlega afgreiðslu. Þessar áhyggjur eru tilhæfulausar og koma upp um algert reynsluleysi framkvæmdastjórans af þjónustunni. Það er löngu tímabært að endurskoða leyfisveitingar um leigubílaakstur á Íslandi. Skapa þarf heilbrigt samkeppnisumhverfi með aukin gæði og betra verð að leiðarljósi. Stjórnvöld þurfa að meta hverra hagsmuni núverandi fyrirkomulag verndar. Sérhagsmunir leyfishafa ættu ávallt að víkja fyrir hagsmunum neytenda. Minnka þarf afskipti ríkisins, auka frjálsræði á markaðnum og stuðla að heilbrigðri samkeppni. Einungis þannig verður hagsmunum neytenda best borgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Mikil eftirspurn er eftir leigubílaþjónustunni Uber á Íslandi. Nú hafa safnast nægilega margar undirskriftir svo fyrirtækið gæti boðið þjónustu sína í Reykjavík. Í vikunni sagðist Ólöf Nordal innanríkisráðherra vera talsmaður aukins frelsis á íslenskum leigubílamarkaði. Aðspurð um snjallsímaforritið Uber sagðist hún hrifin af þjónustunni. Æskilegt væri að kanna hvort auka mætti frelsi á markaðnum. Leigubílaakstur á Íslandi er leyfisskyld starfsemi. Útgáfa leyfa er háð fjöldatakmörkunum. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi geta ekið leigubíl. Leyfishafar þurfa að tengjast einhverri þeirra bifreiðastöðva sem reknar eru í landinu. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd og virðist verðmiðinn óháður gæðum bifreiða og reynslu ökumanna. Raunveruleg samkeppni er engin. Takmarkanir á leigubílamarkaði hafa löngum verið umdeildar. OECD og Samkeppniseftirlitið hafa lagst harðlega gegn aðgangshindrunum og segja engin rök styðja áframhaldandi fjöldatakmarkanir – þær þjóni ekki hagsmunum neytenda, brengli markaðinn og takmarki samkeppni. Stofnanirnar eru hvattar til aukins frjálsræðis – slíkt muni hafa jákvæð áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Stjórnendur bifreiðastöðva taka ekki í sama streng. Þeir segja ummælin fásinnu og stofnanirnar ganga erinda peningastefnu í samfélaginu. Framkvæmdastjóri Hreyfils gengur enn lengra og segir aukið frjálsræði skapa vettvang fyrir eiturlyfjasölu, nauðganir og aðra glæpastarfsemi. Ljóst er að alvarlegar samkeppnishindranir ríkja á íslenskum leigubílamarkaði. Fjöldatakmarkanir á atvinnuleyfi voru upphaflega settar að beiðni Hreyfils. Takmarkanirnar höfðu í för með sér vernd sérhagsmuna – tilgangurinn ávallt sá að tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnastöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn var aldrei sá að vernda neytendur. Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna slær því ryki í augu neytenda. Snjallsímaforritið Uber er mörgum kunnugt. Fyrirtækið er nú starfrækt í um 250 borgum og býður viðskiptavinum hagstæða leigubílaþjónustu. Bílstjórar aka eigin bifreiðum og eru ekki leyfisskyldir. Fyrirtækið setur þó strangar gæðakröfur hvað varðar aldur bifreiða og feril ökumanna. Íslenska leigubílastöðin Taxi Service hyggst nú bjóða viðskiptavinum leyfisskylda ökuþjónustu með sambærilegu snjallsímaforriti. Það er fagnaðarefni þegar fyrirtæki bæta þjónustu sína og gera aðgengið notendavænna. Ný þjónustuleið breytir þó engu um þær samkeppnishömlur sem enn ríkja á markaðnum. Samkeppni hefur margsinnis fært neytendum betri þjónustu og aukna hagkvæmni. Það er gömul saga og ný. Þá hreyfa veitendur eldri þjónustu yfirleitt andmælum – hræddir um eigin sérhagsmuni. Neytendur víðs vegar um heim virðast sáttir við snjallsímaforritið Uber – þjónustan sé traust, hagstæð og notendavæn. Framkvæmdastjóri Hreyfils lýsir þó enn frekari áhyggjum af þjónustunni – erfitt verði að bera fram kvartanir, fá endurgreiðslu eða heiðarlega afgreiðslu. Þessar áhyggjur eru tilhæfulausar og koma upp um algert reynsluleysi framkvæmdastjórans af þjónustunni. Það er löngu tímabært að endurskoða leyfisveitingar um leigubílaakstur á Íslandi. Skapa þarf heilbrigt samkeppnisumhverfi með aukin gæði og betra verð að leiðarljósi. Stjórnvöld þurfa að meta hverra hagsmuni núverandi fyrirkomulag verndar. Sérhagsmunir leyfishafa ættu ávallt að víkja fyrir hagsmunum neytenda. Minnka þarf afskipti ríkisins, auka frjálsræði á markaðnum og stuðla að heilbrigðri samkeppni. Einungis þannig verður hagsmunum neytenda best borgið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun