Sport

Aníta stefnir á HM-lágmarkið í Belgíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anítu hefur gengið misvel í sumar.
Anítu hefur gengið misvel í sumar. vísir/andri marinó
Aníta Hinriksdóttir mun taka þátt í sterku móti í Belgíu í byrjun næsta mánaðar að sögn þjálfara hennar, Gunnars Páls Jóakimssonar.

Anítu tókst ekki að verja Evrópumeistaratitil sinn nítján ára og yngri fyrr í mánuðinum en eftir mótið sagði Gunnar Páll að stefnt væri að því að finna mót fyrir hana með sterkari andstæðingum.

„Þarna verða keppendur sem eru að hlaupa undir og í kringum tvær mínútur,“ segir hann en Íslandsmet Anítu er 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013.

Lágmarkið fyrir HM í Kína í sumar er 2:01,00. „Ég vona að Aníta nái lágmarkinu. Við stefnum að því,“ sagði Gunnar Páll en Aníta keppir ásamt besta frjálsíþróttafólki landsins á 89. Meistaramóti Íslands í Kópavogi um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×