Þetta er engin sólbaðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2015 08:00 Stjörnustelpur fagna. vísir/andri Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spilaðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þannig að við erum eiginlega mest inn á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skynsamar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir Harpa. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasilísku leikmenn liðsins þær Francielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þessum brasilísku og þær eru mjög flinkar í fótbolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira