ekkirusl.is Sóley Tómasdóttir skrifar 8. janúar 2016 11:00 Yfirstandandi breytingar á sorphirðu í Reykjavík eru til þess gerðar að auðvelda borgarbúum að flokka sorp, auka endurnotkun og endurvinnslu og draga úr myndun úrgangs. Markmiðið er minni neysla, minni sóun og umhverfisvænni borg. Mikið hugarfarsbreyting hefur átt sér stað á undanförnum árum og sorpflokkun hefur aukist. Blandaður heimilisúrgangur hefur minnkað um 31% frá árinu 2005, var þá 229 kg á íbúa á móti 149 kg árið 2014. Tilkoma bláu tunnunnar árið 2009 breytti miklu en hlutfall pappírsefna fór þá úr 27% af blönduðum heimilisúrgangi í 11% árið 2014. Notkun grenndargáma og endurvinnslustöðva hefur aukist til muna á sama tíma. Borgarbúar hafa tekið vel við sér, en betur má ef duga skal. Breytt, bætt og sveigjanlegri þjónusta Til að ná markmiðum um vistvænni neysluhætti hefur þjónustu borgarinnar nú verið breytt, boðið er upp á sorphirðu á þremur flokkum við heimili og fleiri valkostir standa borgarbúum til boða þegar kemur að sorphirðuílátum. Til viðbótar við gráar tunnur í tveimur stærðum geta borgarbúar fengið bláa tunnu undir pappír og græna tunnu undir plast. Samsetning og ákvörðun um þjónustustig er alfarið í höndum borgarbúa, hvert heimili getur valið allt frá einni lítilli grárri tunnu yfir í margar tunnur af öllum sortum. Kostnaður vegna þjónustunnar er mishár – en augljóslega minnstur hjá þeim heimilum sem mest flokka og nýta sér grenndarstöðvar sem mest. Hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af regluglegum gönguferðum á grenndarstöðvar getur verið umtalsverður. Í Reykjavík eru reknar 57 grenndarstöðvar, staðsettar í innan við 500 metra fjarlægð við 85% heimila í Reykjavík. Vegalengdin er jafnvel styttri á grenndarstöð en í matvöruverslun, þar sem borgarbúar sækja stóran hluta þess varnings sem síðar myndar úrganginn. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður upp á þennan sveigjanleika, eina sveitarfélagið sem gerir íbúum kleift að velja hversu mikil þjónustan á að vera – og greiða í samræmi við notkun. Framtíðin Aðgerðaráætlun borgarinnar í úrgangsmálum gerir ráð fyrir að 80% af öllum pappa, 60% af öllu plasti og allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur árið 2020. Stefnt er að því að taka á móti gleri, steinefnum og málmum á grenndarstöðvum strax á þessu ári. Í aðgerðaráætluninni er lögð rík áhersla á frekari vitundarvakningu og breytta neysluhætti og hafa margar hugmyndir komið fram í þeim efnum. Nýta mætti húsnæði borgarinnar undir skiptimarkaði, t.a.m. útifataskipti í grunnskólum, hjólaskipti í frístundamiðstöðvum eða almenna skiptimarkaði í Ráðhúsinu þar sem hvers kyns fatnaður, leikföng, húsbúnaður og/eða raftæki skipta um eigendur útgjaldalaust. Sömuleiðis getur borgin stuðlað að bættri nýtingu lífræns úrgangs við heimili með námskeiðum í moltugerð á meðan ekki er tekið á móti honum á grenndarstöðvum. Þannig eru umhverfisleg áhrif úrgangsins og endurvinnslunnar minnst, ef endurvinnslan fer fram við heimilin í sem mestum mæli án bílferða milli staða. Um val og skyldur Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi vistvænni lifnaðarhátta. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir gagnvart þeim mikilvægu skrefum sem nú eru stigin í átt að umhverfisvænni höfuðborg. Þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks farið fremst í flokki en jafnframt örlaði á gagnrýni í leiðara Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hér í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Villandi val. Þar var fullyrt að verið væri að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er undarleg túlkun á breytingum þar sem fleiri flokkar eru sóttir heim og fólki er gert kleift að spara umtalsverðar upphæðir. Um hitt getum við verið sammála, ég, Fanney Birna og vonandi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins: Aukin sorpflokkun er ekki val. Okkur ber öllum að leggja okkur fram um að draga úr neyslu og sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og ábyrgari lifnaðarhætti. Þær skyldur höfum við gagnvart jörðinni og framtíðinni og þær þurfum við að rækja í sameiningu, borgarbúar, fjölmiðlafólk og borgaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Yfirstandandi breytingar á sorphirðu í Reykjavík eru til þess gerðar að auðvelda borgarbúum að flokka sorp, auka endurnotkun og endurvinnslu og draga úr myndun úrgangs. Markmiðið er minni neysla, minni sóun og umhverfisvænni borg. Mikið hugarfarsbreyting hefur átt sér stað á undanförnum árum og sorpflokkun hefur aukist. Blandaður heimilisúrgangur hefur minnkað um 31% frá árinu 2005, var þá 229 kg á íbúa á móti 149 kg árið 2014. Tilkoma bláu tunnunnar árið 2009 breytti miklu en hlutfall pappírsefna fór þá úr 27% af blönduðum heimilisúrgangi í 11% árið 2014. Notkun grenndargáma og endurvinnslustöðva hefur aukist til muna á sama tíma. Borgarbúar hafa tekið vel við sér, en betur má ef duga skal. Breytt, bætt og sveigjanlegri þjónusta Til að ná markmiðum um vistvænni neysluhætti hefur þjónustu borgarinnar nú verið breytt, boðið er upp á sorphirðu á þremur flokkum við heimili og fleiri valkostir standa borgarbúum til boða þegar kemur að sorphirðuílátum. Til viðbótar við gráar tunnur í tveimur stærðum geta borgarbúar fengið bláa tunnu undir pappír og græna tunnu undir plast. Samsetning og ákvörðun um þjónustustig er alfarið í höndum borgarbúa, hvert heimili getur valið allt frá einni lítilli grárri tunnu yfir í margar tunnur af öllum sortum. Kostnaður vegna þjónustunnar er mishár – en augljóslega minnstur hjá þeim heimilum sem mest flokka og nýta sér grenndarstöðvar sem mest. Hagrænn og heilsusamlegur ávinningur af regluglegum gönguferðum á grenndarstöðvar getur verið umtalsverður. Í Reykjavík eru reknar 57 grenndarstöðvar, staðsettar í innan við 500 metra fjarlægð við 85% heimila í Reykjavík. Vegalengdin er jafnvel styttri á grenndarstöð en í matvöruverslun, þar sem borgarbúar sækja stóran hluta þess varnings sem síðar myndar úrganginn. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður upp á þennan sveigjanleika, eina sveitarfélagið sem gerir íbúum kleift að velja hversu mikil þjónustan á að vera – og greiða í samræmi við notkun. Framtíðin Aðgerðaráætlun borgarinnar í úrgangsmálum gerir ráð fyrir að 80% af öllum pappa, 60% af öllu plasti og allur lífrænn úrgangur verði endurnýttur árið 2020. Stefnt er að því að taka á móti gleri, steinefnum og málmum á grenndarstöðvum strax á þessu ári. Í aðgerðaráætluninni er lögð rík áhersla á frekari vitundarvakningu og breytta neysluhætti og hafa margar hugmyndir komið fram í þeim efnum. Nýta mætti húsnæði borgarinnar undir skiptimarkaði, t.a.m. útifataskipti í grunnskólum, hjólaskipti í frístundamiðstöðvum eða almenna skiptimarkaði í Ráðhúsinu þar sem hvers kyns fatnaður, leikföng, húsbúnaður og/eða raftæki skipta um eigendur útgjaldalaust. Sömuleiðis getur borgin stuðlað að bættri nýtingu lífræns úrgangs við heimili með námskeiðum í moltugerð á meðan ekki er tekið á móti honum á grenndarstöðvum. Þannig eru umhverfisleg áhrif úrgangsins og endurvinnslunnar minnst, ef endurvinnslan fer fram við heimilin í sem mestum mæli án bílferða milli staða. Um val og skyldur Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi vistvænni lifnaðarhátta. Þó hafa heyrst gagnrýnisraddir gagnvart þeim mikilvægu skrefum sem nú eru stigin í átt að umhverfisvænni höfuðborg. Þar hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks farið fremst í flokki en jafnframt örlaði á gagnrýni í leiðara Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hér í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Villandi val. Þar var fullyrt að verið væri að skerða þjónustuna og rukka meira. Það er undarleg túlkun á breytingum þar sem fleiri flokkar eru sóttir heim og fólki er gert kleift að spara umtalsverðar upphæðir. Um hitt getum við verið sammála, ég, Fanney Birna og vonandi allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins: Aukin sorpflokkun er ekki val. Okkur ber öllum að leggja okkur fram um að draga úr neyslu og sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og ábyrgari lifnaðarhætti. Þær skyldur höfum við gagnvart jörðinni og framtíðinni og þær þurfum við að rækja í sameiningu, borgarbúar, fjölmiðlafólk og borgaryfirvöld.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun