Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 10. janúar 2025 09:00 Það spyr hvernig okkur gangi að jafna kjör fólks á Íslandi og borga svipuð laun fyrir sambærileg störf eða menntun. Lítil fimm ára stúlka leiddi móður sína sem ýtti á undan sér regnhlífakerru, með rúmlega eins árs systur stúlkunnar í, niður Bankastrætið á leið þeirra niður á Lækjartorg. Þetta var einn föstudag í október fyrir um fimmtíu árum síðan. Þessi litla stúlka furðaði sig á því hversu margar konur væru til á Íslandi því að hún hafði aldrei séð jafn margar konur saman komnar. Þegar litla stúlkan spurði móður sína hvað konurnar væru að gera þarna niðri í bæ þá fékk hún það svar að þær væru að biðja um sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. Litlu stúlkunni fannst það sjálfsagt og trúði því í einlægni að auðvitað yrði hlustað á konurnar. Jú af því að það er sjálfsagt að borga sömu laun fyrir sambærileg störf. Þessi litla stúlka er orðin fullorðin kona sem valdi að mennta sig til starfa í svokallaðri kvennastétt því hún trúði því að launakjör yrðu leiðrétt. Hún trúði því að ef hún legði á sig að fá háskólagráðu þá yrði henni umbunað fyrir það eins og öðru háskólamenntuðu fólki með hærri launum. Henni var innrætt í æsku að menntun væri máttur sem skilaði sér jafnframt í bættum kjörum. Öll þau tæplega sextíu ár sem þessi litla stúlka hefur dregið andann þá hafa konur beðið um að kjör þeirra verði leiðrétt og að hinum svokölluðu kvennastéttum verði útrýmt. Því hugtakið kvennastétt hefur fengið á sig neikvæða merkingu og þýðir að þú færð yfirleitt lægri laun en meðallaun eru í landinu og getur festst í fátækragildru ef þú velur þér ævistarf á þeim vettvangi. Hvað veldur því að okkur gengur svona erfiðlega að leiðrétta kjör kvennastétta ? Rökin eru jafn mörg og þeir sem svara spurningunni en það sem margir neita að horfast í augu við er að í dag erum við stödd á ákveðnum tímamótum. Það er núna eða aldrei. Ætlum við að samþykkja láglaunastefnu þegjandi og hljóðalaust eða ætlum við að sýna kjark og þor og takast á við ranglætið með réttlæti. Rannsóknir sýna að ef við jöfnum ekki kjör karla og kvenna þá erum við að gera upp á milli aðila sem stíga inn á vinnumarkaðinn. Rannsóknir sýna jafnframt að það er nauðsynlegt að jafna kjörin áður en við stígum það skref að lengja fæðingarorlof enn frekar. Á meðan konur eru hafðar skör lægra en karlar á vinnumarkaði þá mun halla á þær þegar ákveðið er að stofna fjölskyldu. Ég vil taka fram að ég ákveð að tala um konur og karla því þannig birtast niðurstöður rannsókna okkur. Ég er alls ekki að útiloka fjölbreytileika samfélagsins. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið 1975 málefnum kvenna. Í október það ár lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og komu saman til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu á vinnumarkaði. Þessi samtakamáttur vakti athygli um allan heim. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsfrömuður sagði í eldræðu sinni í tilefni Kvennafrídagsins 24. október 1975:”Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið í heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið ? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmálin án vopna.” Ég er sammála Aðalheiði að heiminum hefur verið stjórnar allt of lengi af karllægum gildum. Það á að ríkja jafnvægi í kvenlegum og karllægum gildum í stjórnun heimsins. Ég er líka sammála henni að stjórnmálaklækir og hræsni viðhalda ólíðandi ástandi. Það var rétt hjá Aðalheiði að konur vöknuðu til vitundar um mikilvægi sitt og virði en hvenær á að hlusta á það sem þær eru að segja og leiðrétta skekkjuna? Sem kona sem ákvað að mennta sig til starfa í svokallaðri kvennastétt þá hef ég verulegar áhyggjur af stöðunni. Mín sýn er að ef ekki verður tekið á þeim alvarlega vanda sem hefur skapast í menntageiranum á Íslandi þá er voðinn vís. Unga fólkið lætur ekki bjóða sér hvað sem er og margir af þeim eldri sem starfa í skólum eru tilbúnir með uppsagnarbréf ef ekki verður samið þannig að sátt náist og staðið við gefin loforð. Ég ákvað að svara spurningu ársins 1975 þannig að við erum enn í djúpum skít og næstu vikur skera úr um það hvert við stefnum í framtíðinni. Kennarastéttin er stór stétt og hún flokkast sem kvennastétt. Lög og reglugerðir, samningar og stjórnvaldsákvarðanir eru mannanna verk. Það er í okkar höndum að slá taktinn fyrir komandi kynslóðir. Það er ekkert sem réttlætir það að hinar svokölluðu kvennastéttir eigi að vera láglaunastéttir. Það er heldur ekkert sem réttlætir það að þeir fagmenntuðu kennarar sem ákveða að starfa í menntageiranum eigi að halda uppi því faglega starfi sem lög kveða á um og fylla skörð þess fagfólks sem vantar inn í skólanna. Ef það vantar í áhöfn og þá sérþekkingu sem þarf til að stýra skútu þá eru meiri líkur á að hún sökkvi. Boltinn er hjá stjórnvöldum. Þau bera ábyrgð á afleiðum ójafnréttis og svikinna loforða. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það spyr hvernig okkur gangi að jafna kjör fólks á Íslandi og borga svipuð laun fyrir sambærileg störf eða menntun. Lítil fimm ára stúlka leiddi móður sína sem ýtti á undan sér regnhlífakerru, með rúmlega eins árs systur stúlkunnar í, niður Bankastrætið á leið þeirra niður á Lækjartorg. Þetta var einn föstudag í október fyrir um fimmtíu árum síðan. Þessi litla stúlka furðaði sig á því hversu margar konur væru til á Íslandi því að hún hafði aldrei séð jafn margar konur saman komnar. Þegar litla stúlkan spurði móður sína hvað konurnar væru að gera þarna niðri í bæ þá fékk hún það svar að þær væru að biðja um sömu laun og karlar fyrir sambærileg störf. Litlu stúlkunni fannst það sjálfsagt og trúði því í einlægni að auðvitað yrði hlustað á konurnar. Jú af því að það er sjálfsagt að borga sömu laun fyrir sambærileg störf. Þessi litla stúlka er orðin fullorðin kona sem valdi að mennta sig til starfa í svokallaðri kvennastétt því hún trúði því að launakjör yrðu leiðrétt. Hún trúði því að ef hún legði á sig að fá háskólagráðu þá yrði henni umbunað fyrir það eins og öðru háskólamenntuðu fólki með hærri launum. Henni var innrætt í æsku að menntun væri máttur sem skilaði sér jafnframt í bættum kjörum. Öll þau tæplega sextíu ár sem þessi litla stúlka hefur dregið andann þá hafa konur beðið um að kjör þeirra verði leiðrétt og að hinum svokölluðu kvennastéttum verði útrýmt. Því hugtakið kvennastétt hefur fengið á sig neikvæða merkingu og þýðir að þú færð yfirleitt lægri laun en meðallaun eru í landinu og getur festst í fátækragildru ef þú velur þér ævistarf á þeim vettvangi. Hvað veldur því að okkur gengur svona erfiðlega að leiðrétta kjör kvennastétta ? Rökin eru jafn mörg og þeir sem svara spurningunni en það sem margir neita að horfast í augu við er að í dag erum við stödd á ákveðnum tímamótum. Það er núna eða aldrei. Ætlum við að samþykkja láglaunastefnu þegjandi og hljóðalaust eða ætlum við að sýna kjark og þor og takast á við ranglætið með réttlæti. Rannsóknir sýna að ef við jöfnum ekki kjör karla og kvenna þá erum við að gera upp á milli aðila sem stíga inn á vinnumarkaðinn. Rannsóknir sýna jafnframt að það er nauðsynlegt að jafna kjörin áður en við stígum það skref að lengja fæðingarorlof enn frekar. Á meðan konur eru hafðar skör lægra en karlar á vinnumarkaði þá mun halla á þær þegar ákveðið er að stofna fjölskyldu. Ég vil taka fram að ég ákveð að tala um konur og karla því þannig birtast niðurstöður rannsókna okkur. Ég er alls ekki að útiloka fjölbreytileika samfélagsins. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgaði árið 1975 málefnum kvenna. Í október það ár lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og komu saman til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu á vinnumarkaði. Þessi samtakamáttur vakti athygli um allan heim. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsfrömuður sagði í eldræðu sinni í tilefni Kvennafrídagsins 24. október 1975:”Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið í heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið ? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmálin án vopna.” Ég er sammála Aðalheiði að heiminum hefur verið stjórnar allt of lengi af karllægum gildum. Það á að ríkja jafnvægi í kvenlegum og karllægum gildum í stjórnun heimsins. Ég er líka sammála henni að stjórnmálaklækir og hræsni viðhalda ólíðandi ástandi. Það var rétt hjá Aðalheiði að konur vöknuðu til vitundar um mikilvægi sitt og virði en hvenær á að hlusta á það sem þær eru að segja og leiðrétta skekkjuna? Sem kona sem ákvað að mennta sig til starfa í svokallaðri kvennastétt þá hef ég verulegar áhyggjur af stöðunni. Mín sýn er að ef ekki verður tekið á þeim alvarlega vanda sem hefur skapast í menntageiranum á Íslandi þá er voðinn vís. Unga fólkið lætur ekki bjóða sér hvað sem er og margir af þeim eldri sem starfa í skólum eru tilbúnir með uppsagnarbréf ef ekki verður samið þannig að sátt náist og staðið við gefin loforð. Ég ákvað að svara spurningu ársins 1975 þannig að við erum enn í djúpum skít og næstu vikur skera úr um það hvert við stefnum í framtíðinni. Kennarastéttin er stór stétt og hún flokkast sem kvennastétt. Lög og reglugerðir, samningar og stjórnvaldsákvarðanir eru mannanna verk. Það er í okkar höndum að slá taktinn fyrir komandi kynslóðir. Það er ekkert sem réttlætir það að hinar svokölluðu kvennastéttir eigi að vera láglaunastéttir. Það er heldur ekkert sem réttlætir það að þeir fagmenntuðu kennarar sem ákveða að starfa í menntageiranum eigi að halda uppi því faglega starfi sem lög kveða á um og fylla skörð þess fagfólks sem vantar inn í skólanna. Ef það vantar í áhöfn og þá sérþekkingu sem þarf til að stýra skútu þá eru meiri líkur á að hún sökkvi. Boltinn er hjá stjórnvöldum. Þau bera ábyrgð á afleiðum ójafnréttis og svikinna loforða. Höfundur er kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun