Innlent

Illviðrisdagurinn 7. janúar: Varað við stormi sunnan- og vestanlands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búist er við stormi sunnan-og vestanlands í dag.
Búist er við stormi sunnan-og vestanlands í dag. Vísir/Pjetur
Veðurstofan varar við stormi sunnan og vestanlands í dag. Hvassast verður syðst á landinu undir Eyjafjöllum og víða má búast við hvössum vindstrengjum við fjöll á Suður-og Vesturlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að allmörg illviðri hafa verið á þessum degi, 7. janúar, í gegnum tíðina. Árið 1884 varð til dæmis mikill mannskaði þegar 29 manns fórust með nokkrum bátum við Faxaflóa í miklum og skyndilegum útsynningi.

Samkvæmt veðurspánni á að vera rigning eða slydda sunnan-og austan til í dag en slydda eða snjókoma norðaustanlands. Annars verður úrkomulítið og hiti yfirleitt um eða yfir frostmarki, mildast sunnan til.

Nánar á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×