Síðasti umsóknardagur úthlutunar SVFR er á morgun 6. janúar 2016 14:54 Það má segja að veiðisumarið byrji þegar veiðimenn fara að huga að því hvar þeir ætla að veiða á komandi sumri. Úthlutunarvika SVFR er þannig árviss atburður sem kemur tilhlökkunarfiðringnum í gang. Umsóknarfresturinn rennur út núna á fimmtudaginn 7. janúar og því er ekki seinna vænna en að fara að huga að því að sækja um. SVFR er með nokkuð gott framboð af fjölbreyttum valkostum, bæði þegar kemur að lax- og silungsveiði. Langá, Haukadalsá og Hítará eru allt spennandi kostir. Elliðaár og Leirvogsá eru einnig góður valkostur fyrir þá sem vilja skjótast í veiði án gistingar. Sogið býður upp á bæði lax og silungsveiði og þá má ekki gleyma Gufudalsá og Varmá þegar rætt er um góðar silungsveiðiár. Þá má ekki gleyma urriðasvæðunum fyrir norðan, í Mývatnssveit og Laxárdal sem eru í raun einstök á heimsmælikvarða. Í dag eru aðeins 85 dagar þangað til veiðitímabilið byrjar að það er óhætt að segja að hinn árlegi fiðringur sé farinn að fara um veiðimenn enda keppast veiðimenn og veiðikonur þessa dagana um að tryggja sér daga í ánni sinni og hnýta þær flugur sem þarf í slaginn fyrir komandi sumar. Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði
Það má segja að veiðisumarið byrji þegar veiðimenn fara að huga að því hvar þeir ætla að veiða á komandi sumri. Úthlutunarvika SVFR er þannig árviss atburður sem kemur tilhlökkunarfiðringnum í gang. Umsóknarfresturinn rennur út núna á fimmtudaginn 7. janúar og því er ekki seinna vænna en að fara að huga að því að sækja um. SVFR er með nokkuð gott framboð af fjölbreyttum valkostum, bæði þegar kemur að lax- og silungsveiði. Langá, Haukadalsá og Hítará eru allt spennandi kostir. Elliðaár og Leirvogsá eru einnig góður valkostur fyrir þá sem vilja skjótast í veiði án gistingar. Sogið býður upp á bæði lax og silungsveiði og þá má ekki gleyma Gufudalsá og Varmá þegar rætt er um góðar silungsveiðiár. Þá má ekki gleyma urriðasvæðunum fyrir norðan, í Mývatnssveit og Laxárdal sem eru í raun einstök á heimsmælikvarða. Í dag eru aðeins 85 dagar þangað til veiðitímabilið byrjar að það er óhætt að segja að hinn árlegi fiðringur sé farinn að fara um veiðimenn enda keppast veiðimenn og veiðikonur þessa dagana um að tryggja sér daga í ánni sinni og hnýta þær flugur sem þarf í slaginn fyrir komandi sumar.
Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði