„Brothætt skipulag“ – pólitískar orsakir bankakreppa Lars Christensen skrifar 6. janúar 2016 11:00 Charles Calomiris er vafalaust einn helsti sérfræðingur í bankakreppum í heiminum. Árið 2014 skrifaði Calomiris, ásamt Stephen Haber, bókina Fragile by Design: Banking Crises, Scarce Credit, and Political Bargains (Brothætt skipulag: Bankakreppur, lánaskortur og pólitísk viðskipti). Í bókinni er því haldið fram að bankakreppa sé ekki eðlislægt einkenni fjármálakerfis hins frjálsa markaðar, heldur útkoman úr því sem Calomiris og Haber kalla „leik með bankaviðskipti“ á milli ríkisstjórnar og sérhagsmunahópa, og hvernig þessi leikur leiðir til mismunandi hvata til óhóflegrar áhættusækni. Mér finnst yfirlit þeirra yfir sögu bankakreppa gríðarlega áhugavert og mér finnst sérstaklega athyglisvert að Calomiris og Haber álykta að frumorsök bankakreppa sé að finna í þeim pólitísku stofnunum sem mismunandi lönd hafa. Með öðrum orðum: Aðalorsök bankakreppa er „pólitískt hönnuð“. Calomiris og Haber leggja áherslu á að sumum löndum sé mun hættara við að lenda í bankakreppu en öðrum. Calomiris og Haber telja upp eftirfarandi ríki sem séu sérstaklega gjörn á að lenda í bankakreppu: Argentína, Austur-Kongó, Tsjad, Mið-Afríkulýðveldið, Kamerún, Gínea, Kenía, Filippseyjar, Níkaragva, Brasilía, Bólivía, Kostaríka, Taíland, Mexíkó, Ekvador, Kólumbía, Úrúgvæ, Síle, Tyrkland, Spánn, Svíþjóð og Bandaríkin. Sömuleiðis birta Calomiris og Haber lista yfir nokkur lönd sem hafa almennt verið laus við kreppur (þrátt fyrir kappnóg lánstraust): Bahamaeyjar, Malta, Kýpur, Brúnei, Singapúr, Hong Kong, Makaó, Suður-Afríka, Ítalía, Austurríki, Nýja-Sjáland, Ástralía og Kanada. Eitt land vantar því miður í bókina – Ísland – en í mínum huga er það augljóst að „leikurinn með bankaviðskiptin“ á milli ríkisstjórnarinnar og sérhagsmunahópanna lék stórt hlutverk í óhóflegri áhættusækni íslenskra banka í aðdraganda bankakreppunnar 2008. Þetta var vissulega ekki eina ástæða kreppunnar, en það er líklegt að það hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa aðstæðurnar fyrir kreppuna. Áhugaverð ályktun sem við getum dregið af Fragile by Design er að við drögum ekki úr hættunni á bankakreppu með meiri afskiptum ríkisvaldsins af bankageiranum. Heldur er líklegt að meiri ríkisafskipti – bæði bein og óbein – auki hættuna á bankakreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Charles Calomiris er vafalaust einn helsti sérfræðingur í bankakreppum í heiminum. Árið 2014 skrifaði Calomiris, ásamt Stephen Haber, bókina Fragile by Design: Banking Crises, Scarce Credit, and Political Bargains (Brothætt skipulag: Bankakreppur, lánaskortur og pólitísk viðskipti). Í bókinni er því haldið fram að bankakreppa sé ekki eðlislægt einkenni fjármálakerfis hins frjálsa markaðar, heldur útkoman úr því sem Calomiris og Haber kalla „leik með bankaviðskipti“ á milli ríkisstjórnar og sérhagsmunahópa, og hvernig þessi leikur leiðir til mismunandi hvata til óhóflegrar áhættusækni. Mér finnst yfirlit þeirra yfir sögu bankakreppa gríðarlega áhugavert og mér finnst sérstaklega athyglisvert að Calomiris og Haber álykta að frumorsök bankakreppa sé að finna í þeim pólitísku stofnunum sem mismunandi lönd hafa. Með öðrum orðum: Aðalorsök bankakreppa er „pólitískt hönnuð“. Calomiris og Haber leggja áherslu á að sumum löndum sé mun hættara við að lenda í bankakreppu en öðrum. Calomiris og Haber telja upp eftirfarandi ríki sem séu sérstaklega gjörn á að lenda í bankakreppu: Argentína, Austur-Kongó, Tsjad, Mið-Afríkulýðveldið, Kamerún, Gínea, Kenía, Filippseyjar, Níkaragva, Brasilía, Bólivía, Kostaríka, Taíland, Mexíkó, Ekvador, Kólumbía, Úrúgvæ, Síle, Tyrkland, Spánn, Svíþjóð og Bandaríkin. Sömuleiðis birta Calomiris og Haber lista yfir nokkur lönd sem hafa almennt verið laus við kreppur (þrátt fyrir kappnóg lánstraust): Bahamaeyjar, Malta, Kýpur, Brúnei, Singapúr, Hong Kong, Makaó, Suður-Afríka, Ítalía, Austurríki, Nýja-Sjáland, Ástralía og Kanada. Eitt land vantar því miður í bókina – Ísland – en í mínum huga er það augljóst að „leikurinn með bankaviðskiptin“ á milli ríkisstjórnarinnar og sérhagsmunahópanna lék stórt hlutverk í óhóflegri áhættusækni íslenskra banka í aðdraganda bankakreppunnar 2008. Þetta var vissulega ekki eina ástæða kreppunnar, en það er líklegt að það hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa aðstæðurnar fyrir kreppuna. Áhugaverð ályktun sem við getum dregið af Fragile by Design er að við drögum ekki úr hættunni á bankakreppu með meiri afskiptum ríkisvaldsins af bankageiranum. Heldur er líklegt að meiri ríkisafskipti – bæði bein og óbein – auki hættuna á bankakreppu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun