Þetta er stóra verkefnið Magnús Guðmundsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Það er líkast til vandfundinn sá maður sem er jafn ánægður með störf sitjandi ríkisstjórnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ef marka má áramótaávarp forsætisráðherra. Samkvæmt ávarpinu hefur allt færst til betri vegar en lítið sem ekkert kom þar fram um það sem betur hefði mátt fara. Er það þó umtalsvert ef að er gáð. Upp í hugann koma atriði á borð við verkfallsbann á samfélagslega mikilvægar stéttir. Afleit kjör fjölda aldraðra og öryrkja sem ríkisstjórnin treysti sér illa til þess að bæta en þeim mun betur til þess að hamra á að hefðu aldrei verið betri. Snautlega lítil þátttaka Íslendinga í að hjálpa því flóttafólki sem streymir um þessar mundir inn í Evrópu. Vaxandi ágangur og ágengni við íslenska náttúru. Samfélagslegar hótanir stórfyrirtækis sem merkilegt nokk virðist alltaf rekið með tapi á Íslandi með þeim afleiðingum að lágmarksskattar renna til ríkissjóðs. Viðvarandi launamisrétti sem konur þurfa að þola víða í samfélaginu. Slæleg meðferð kynferðisbrotamála í íslensku réttarkerfi. Þung staða íslenska heilbrigðiskerfisins. Vaxandi misskipting auðs og velferðar í íslensku samfélagi og efalítið mætti áfram telja fyrir þá sem treysta sér til. En eins og allir sem taka þátt í stjórnmálum af fullum krafti þá gerir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson það efalítið líka með það að markmiði að bæta samfélagið og eflaust ætlar ríkisstjórnin sér að bæta úr þessum málum á árinu. Því eins og Sigmundur Davíð bendir á þá eru tækifærin vissulega til staðar í íslensku samfélagi og það eigum við ekki síst að þakka eldri kynslóðum. Eins og t.d. kynslóðunum sem stjórnvöld treystu sér ekki til að veita afturvirkar kjarabætur fyrir skömmu. Það hlýtur til að mynda að liggja stórt tækifæri í því að samkvæmt bankastjóra Landsbankans ríkir blússandi góðæri og það þrátt fyrir að aðeins örfá ár séu liðin frá því að íslenska bankakerfið hrundi eins og spilaborg. Sigmundur Davíð kallar bankahrunið reyndar „fjármálaáfall“ en ekki hrun svo kannski var þetta ekkert svo skelfilegt. Það fór reyndar fullt af fólki á hausinn, missti heimili sín og svona en það er víst bara fjármálaáfall. En það er að minnsta kosti deginum ljósara að ríkisstjórnar Íslands bíða stór verkefni. Verkefni sem varða hag og velferð allrar þjóðarinnar ef ekki á illa að fara. Það er nefnilega að verða sífellt erfiðara að verjast þeirri hugsun að á Íslandi búi ekki ein þjóð heldur tvær. Ein þjóð forréttinda, auðs, velsældar og góðæris og svo allir aðrir. Það væri kannski gerlegt að girða af fámennari hópinn og hafa svo hlið á milli til þess að allir viti hvar þeir standa? En auðvitað mun aldrei koma til slíkrar fásinnu hjá fámennri þjóð. Við þurfum nefnilega öll hvert á öðru að halda með einum eða öðrum hætti. Við þurfum líka að láta okkur varða aðstæður og aðbúnað allra sem lifa í þessu ágæta landi – hvort sem viðkomandi býr innan garðs eða utan. Það er stóra verkefnið sem bíður ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það er líkast til vandfundinn sá maður sem er jafn ánægður með störf sitjandi ríkisstjórnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ef marka má áramótaávarp forsætisráðherra. Samkvæmt ávarpinu hefur allt færst til betri vegar en lítið sem ekkert kom þar fram um það sem betur hefði mátt fara. Er það þó umtalsvert ef að er gáð. Upp í hugann koma atriði á borð við verkfallsbann á samfélagslega mikilvægar stéttir. Afleit kjör fjölda aldraðra og öryrkja sem ríkisstjórnin treysti sér illa til þess að bæta en þeim mun betur til þess að hamra á að hefðu aldrei verið betri. Snautlega lítil þátttaka Íslendinga í að hjálpa því flóttafólki sem streymir um þessar mundir inn í Evrópu. Vaxandi ágangur og ágengni við íslenska náttúru. Samfélagslegar hótanir stórfyrirtækis sem merkilegt nokk virðist alltaf rekið með tapi á Íslandi með þeim afleiðingum að lágmarksskattar renna til ríkissjóðs. Viðvarandi launamisrétti sem konur þurfa að þola víða í samfélaginu. Slæleg meðferð kynferðisbrotamála í íslensku réttarkerfi. Þung staða íslenska heilbrigðiskerfisins. Vaxandi misskipting auðs og velferðar í íslensku samfélagi og efalítið mætti áfram telja fyrir þá sem treysta sér til. En eins og allir sem taka þátt í stjórnmálum af fullum krafti þá gerir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson það efalítið líka með það að markmiði að bæta samfélagið og eflaust ætlar ríkisstjórnin sér að bæta úr þessum málum á árinu. Því eins og Sigmundur Davíð bendir á þá eru tækifærin vissulega til staðar í íslensku samfélagi og það eigum við ekki síst að þakka eldri kynslóðum. Eins og t.d. kynslóðunum sem stjórnvöld treystu sér ekki til að veita afturvirkar kjarabætur fyrir skömmu. Það hlýtur til að mynda að liggja stórt tækifæri í því að samkvæmt bankastjóra Landsbankans ríkir blússandi góðæri og það þrátt fyrir að aðeins örfá ár séu liðin frá því að íslenska bankakerfið hrundi eins og spilaborg. Sigmundur Davíð kallar bankahrunið reyndar „fjármálaáfall“ en ekki hrun svo kannski var þetta ekkert svo skelfilegt. Það fór reyndar fullt af fólki á hausinn, missti heimili sín og svona en það er víst bara fjármálaáfall. En það er að minnsta kosti deginum ljósara að ríkisstjórnar Íslands bíða stór verkefni. Verkefni sem varða hag og velferð allrar þjóðarinnar ef ekki á illa að fara. Það er nefnilega að verða sífellt erfiðara að verjast þeirri hugsun að á Íslandi búi ekki ein þjóð heldur tvær. Ein þjóð forréttinda, auðs, velsældar og góðæris og svo allir aðrir. Það væri kannski gerlegt að girða af fámennari hópinn og hafa svo hlið á milli til þess að allir viti hvar þeir standa? En auðvitað mun aldrei koma til slíkrar fásinnu hjá fámennri þjóð. Við þurfum nefnilega öll hvert á öðru að halda með einum eða öðrum hætti. Við þurfum líka að láta okkur varða aðstæður og aðbúnað allra sem lifa í þessu ágæta landi – hvort sem viðkomandi býr innan garðs eða utan. Það er stóra verkefnið sem bíður ríkisstjórnarinnar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun